Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 41
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
43
ferða þeirra sjaldnast getið nema að sumarlagi og oftast innfjarða.
Stundum hefði það getað hent höfunda sagnanna að gera ekki
greinarmun á ferju og bát eða ferju og skútu. Glöggt dæmi um
það er í Finnboga sögu ramma, þar sem sama skipið er ýmist
nefnt skúta eða ferja.1
Skútur hafa verið í Breiðafirði, á Vestfjörðum og víðar á sögu-
öld. Þær hafa verið misstórar og einkum notaðar til flutninga. Um
gerð þeirra og stærð er ekkert vitað náið. Á einum stað stendur:
— ,,Það var lítil skúta“2 og í annarri heimild: — „Steinólfur á skútu
eina mikla.“3 Dæmi þekkist um átta menn á einni breiðfirzkri skútu4
og fjörutíu á annarri.5 Af þeim verða ekki einu sinni dregnar ágizk-
anir um stærð þessara skipa. Norður í Fljótum er skúta sett úr
nausti til sjávar af sjö mönnum6 og önnur í Breiðafirði af átta
mönnum.7 Mætti af því ráða, að þær hafi ekki verið stórar.
Byrðinga er óvíða getið á íslandi á söguöld og alls ekki haffær-
andi byrðinga. Þegar Króka-Refur er látinn smíða haffærandi byrð-
ing í Haga, gerir hann það eftir líkani, sem sonur austmanns nokk-
urs átti og var leikbróðir Refs. Aldrei hafði kaupskip borið fyrir
augu Refs.8 Mætti það benda til þess, að þegar sagan er skráð hafi
verið orðið lítið um kaupför og haffærir byrðingar ekki verið í eigu
hérlandsmnana fremur en á söguöld. f íslendingasögum er aðeins
getið um einn byrðing í eigu Vestlendinga. Hann var ekki haf-
fær, og á honum var 12 manna áhöfn.9 Byrðingar voru einkum
notaðir til flutninga, og hefur sennilega ekki verið mikill munur á
þeim og stórum farmabátum, en að því verður vikið nánar síðar.
IX.
Heimildir íslendingasagna um sögualdarbátinn breiðfirzka eru
fremur léttvægar, ef líta ætti á þær án tengsla við vitneskju, sem
varðveitzt hefur frá Sturlungaöld. En engin ástæða er til þess, því
að ekki er unnt að færa rök að breytingum á breiðfirzka bátnum
: Isl. fornrit XIV, bls. 173.
2 Sama XI, bls. 204.
3 Þorskfirðinga saga, Rvík 1946, bls. 366.
4 tsl. fornrit XII, bls. 34.
5 Þorskfirðinga saga, Rvík, 1946, bls. 366.
G tsl. fornrit VII, bls. 257.
7 Sama XII, bls. 34.
8 Sama XIV, bls. 129.
0 Sama VI, bls. 29.