Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 60
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um líkum verið lítil og þeir þess vegna ekki færir um að festa sér marga knerri, þótt á lausu hefðu legið. Uppistöðuknerrir frá land- námsöld hafa varla getað verið margir, því að líklegt er, að efnið úr þeim hafi verið notað í báta eða annað, jafnskjótt og knerrirnir voru ekki lengur haffærir. Ég vil hins vegar ekki hafna þeirri til- gátu, að í flota Eiríks kunni að hafa slæðzt haffær skip frá land- námsöld, en mörg hafa þau ekki getað verið. Farma- og fiskibátar þykir mér langlíklegast að liafi verið í meirihluta í grænlenzka landnámsflotanum. Hafi Breiðfirðingarnir, sem fóru á brott með Eiríki, ekki átt slíka báta áður, hefur verið viðráðanlegast fyrir þá að eignast þann farkost. Ekki verður ann- að ráðið af sögualdarheimildum en allmikið hafi verið til af tein- æringum í Breiðafirði og vafalaust einnig nokkuð á Vestfjörðum og suður um Mýrar, þar sem rekaviður var oftast nægur. Tólfær- ingar kunna einnig að hafa verið á þessum slóðum á söguöld, og víst er, að höfundur Eyrbyggju þekkir slíka báta. Þess er aldrei getið í íslenzkum fornritum, að siglt hafi verið á teinæringum eða tólfæringum milli landa, og mætti af þeim sök- um telja þá getgátu haldlitla, að á slíkum bátum hafi verið farið til Grænlands. En mér virðist allt annað mæla með því. Af sögualdar- heimildum verður ekki annað ráðið en teinæringurinn hafi verið allstór bátur, burðarmagn hans naumast minna en 8—10 smá- lestir. Geta má þess, að samkvæmt norskum lögum voru bátar, sem voru stærri en 10 smálestir, kallaðir skip.1 Fer þá að verða mjótt á mununum, hvort teinæringurinn íslenzki á frekar að heita bát- ur en karfi. Heimildir Sturlunga sögu, er greinir að mestu leyti frá atburðum, sem gerast á ritöld, eru svo miklar og ljósar af sjóferðum Vest- lendinga, m. a. á teinæringum, að öll rök hníga að því, að auðvelt hafi verið að fara á slíkum bátum vestur til Grænlands. Sama má segja um sjóferðir Vestlendinga á 19. öld á sams konar bátum og sumum enn minni, en um þær eru til miklar heimildir, sem með engu móti verða vefengdar. Menn mega ekki ætla, að kostir haffæra skipsins séu allir fólgnir í stærð þess, því að þar kemur engu síður til greina lögun skipsins, hvernig það reynist sem sjóskip, seglskip og róðrarskip. Knörr- inn var að vísu allmiklu stærri en breiðfirzki teinæringurinn, en þar með eru líka taldir yfirburðir hans. Hafi breiðfirzki teinær- 1 Norges gamle Love, Kristiania 1846. — Bylov VI, 17.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.