Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 86
KRISTJÁN ELDJÁRN MERKILEGAR GIRÐINGAR Á MELANESI Á RAUÐASANDI Á undanförnum árum hefur Sigurvin Einarsson alþingismaður oft á það minnzt á Þjóðminjasafninu, að upp væri að blása einkenni- lega grjótgarða fyrir neðan túnið á Melanesi í Rauðasandshreppi, Barðastrandarsýslu. Dagana 5.—7. september 1959 vorum við Gísli Gestsson á Melanesi hjá ívari Halldórssyni, bónda þar, og gerðum athuganir á þessum minjum. Hafði Ivar og fjölskylda hans mikinn áhuga á verki okkar og greiddi fyrir okkur á alla lund. Það var einkum sunnudagurinn 6. sept., sem við notuðum til mælinganna, en þá var allhvasst og kalt og illt að fást við slíkt. Við lukum þó verkinu, eins og við höfðum ætlað okkur. Á Melanesi er gamla túnið bratt og grýtt, en neðan við það er allmikið flatlendi, sem nefnist Fitin í daglegu tali. Framan við hana eru leirur, og gengur sjór yfir þær og upp að Fitinni. Á Fitinni er jarðvegi þannig háttað, að þar eru þykk lög af ljósrauðleitum skelja- sandi, sem er mjög óstöðugur og vill blása upp, en gróa svo á milli, og mun svo að líkindum lengi hafa verið. Girt var kringum Fitina fyrir 5—6 árum, og hefur sjáanlega mikið gróið þar síðan. Þó eru þar enn háir (allt að mannhæðarháir) rofbakkar og melaskörð, sem úr rífur, og torveldar það mjög ræktun þessa lands. Bóndanum er þó lífsnauðsyn að rækta þetta land og nytja, því að hentugt ræktunar- land er mjög af skornum skammti á jörðinni. Á Fitinni er nú aðal- túnið, þrátt fyrir melaskörðin og sandfokið, og er þarna mikið til sjálfsléttað, en þarf mikinn áburð. Áður var þar snöggt, svo að ekki fengust nema í mesta lagi 22 hestar af allri Fitinni. í melaskörðunum á Fitinni hefur lengi sézt á einkennilega grjót- veggi eða garða, sem koma fram, þegar sandinn blæs. Ingibjörg Júlíusdóttir, húsfreyja á Melanesi, er uppalin þar, og hefur lengi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.