Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 86
KRISTJÁN ELDJÁRN
MERKILEGAR GIRÐINGAR Á MELANESI
Á RAUÐASANDI
Á undanförnum árum hefur Sigurvin Einarsson alþingismaður
oft á það minnzt á Þjóðminjasafninu, að upp væri að blása einkenni-
lega grjótgarða fyrir neðan túnið á Melanesi í Rauðasandshreppi,
Barðastrandarsýslu. Dagana 5.—7. september 1959 vorum við Gísli
Gestsson á Melanesi hjá ívari Halldórssyni, bónda þar, og gerðum
athuganir á þessum minjum. Hafði Ivar og fjölskylda hans mikinn
áhuga á verki okkar og greiddi fyrir okkur á alla lund. Það var
einkum sunnudagurinn 6. sept., sem við notuðum til mælinganna, en
þá var allhvasst og kalt og illt að fást við slíkt. Við lukum þó verkinu,
eins og við höfðum ætlað okkur.
Á Melanesi er gamla túnið bratt og grýtt, en neðan við það er
allmikið flatlendi, sem nefnist Fitin í daglegu tali. Framan við hana
eru leirur, og gengur sjór yfir þær og upp að Fitinni. Á Fitinni er
jarðvegi þannig háttað, að þar eru þykk lög af ljósrauðleitum skelja-
sandi, sem er mjög óstöðugur og vill blása upp, en gróa svo á milli,
og mun svo að líkindum lengi hafa verið. Girt var kringum Fitina
fyrir 5—6 árum, og hefur sjáanlega mikið gróið þar síðan. Þó eru
þar enn háir (allt að mannhæðarháir) rofbakkar og melaskörð, sem
úr rífur, og torveldar það mjög ræktun þessa lands. Bóndanum er þó
lífsnauðsyn að rækta þetta land og nytja, því að hentugt ræktunar-
land er mjög af skornum skammti á jörðinni. Á Fitinni er nú aðal-
túnið, þrátt fyrir melaskörðin og sandfokið, og er þarna mikið til
sjálfsléttað, en þarf mikinn áburð. Áður var þar snöggt, svo að ekki
fengust nema í mesta lagi 22 hestar af allri Fitinni.
í melaskörðunum á Fitinni hefur lengi sézt á einkennilega grjót-
veggi eða garða, sem koma fram, þegar sandinn blæs. Ingibjörg
Júlíusdóttir, húsfreyja á Melanesi, er uppalin þar, og hefur lengi