Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 146

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 146
148 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS anlega komast í gagnið á næsta ári. Næsta safn, sem styrks þarf að njóta, er Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði, en fleiri eru þau byggðasöfn, sem á það stig eru að komast, að styrkhæf séu, og þarf að vinna að því á næstu árum að ríkið komi til móts við þau, eins og lög mæla fyrir. Fornleifarannsóknir og fornminjavarzla. Haldið var áfram uppgrefti þeim á Reyðarfelli hjá Húsafelli í Borgarfirði, sem hófst 1960. Þorkell Grímsson, sem fyrir þessum uppgrefti stendur, var á staðnum 10. ág. — 13. sept. og með honum allan tímann Gunnar Karlsson stúdent, en af safnsins hálfu voru þar einnig Gísli Gestsson lengst af tímans og Þór Magnússon nokkra daga. Margt merkilegt hefur komið fram við þessar rannsóknir, þótt nokkuð skorti á heildarmynd bæjarhúsanna. Uppgreftinum er ekki enn lokið. Allmikil rannsókn var gerð í Hvítárholti í Hrunamannahreppi. Komu starfsmenn safnsins fyrst þangað hinn 13. júní, og skömmu síðar hófst uppgröfturinn og stóð með allmiklum hléum fram undir haust. Allan tímann voru við rannsóknirnar Þór Magnússon og Guðmundur Jónsson á Kópsvatni, sem reyndist mikill áhugamaður um rannsóknina, en Gísli Gestsson, Halldór Jónsson og Kristján Eldjárn tóku þátt í rannsóknunum eftir því sem aðrar annir leyfðu. Fullrannsakað var eitt lítið hús, sem talið er forn baðstofa, en meira var þó grafið á öðrum stöðum á fornleifasvæðinu, og varð rannsókninni ekki lokið. Öll merki benda til þess, að þarna sé um að ræða bæjarstæði frá söguöld, og hefur ekki áður verið vitað um byggð þarna. Fleiri staðir í Hrunamannahreppi voru skoðaðir, og virðast sumir þeirra vera rannsóknarefni. Dagana 29.—30. marz rannsakaði Gísli Gestsson fornmannsgröf í Krossanesi hjá Akureyri, og aðstoðaði Steindór Steindórsson menntaskólakennari við margt í sambandi við þann fund. Enn fremur hélt Gísli áfram athugunum sínum á hinum forna þing- stað hjá Búðafossi í Árnessýslu. Þjóðminjavörður gerði undirbúningsathugun á þingstaðnum í Þingey í Skjálfandafljóti (27. ágúst), meðal annars með tilliti til fyrirhugaðs þjóðgarðs Þingeyinga þar. Enn fremur rannsakaði hann með Þórhalli Vilmundarsyni prófessor svonefnda Silfurbrú á Skarðsströnd og leit eftir ýmsum friðlýstum minjum í Dala- og Barðastrandarsýslum dagana 6.—8. sept. Enn fremur fór hann, ásamt öðrum starfmönnum safnsins, nokkrar ferðir um Reykja-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.