Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 3
BÁTKUMLIÐ 1 VATNSDAL
7
2. mynd. SéÖ yfir mynni Vatnsdals til austurs, Reiöholt á miöri mynd. Kumliö er
milli símastauranna vinstra megin viö bílinn, Skolladalsfjall í baksýn. — Place of
the boatgrave in the center, between the telephone poles.
ekki verið hár, aðeins náð um 80 sm yfir umhverfið að því er kunn-
ugir töldu, en þó hefur borið allmikið á honum vegna þess, hve stór
hann var um sig.
Kumlstæðið var framarlega í hólnum, og gat þar að líta lábarið
stórgrýti á víð og dreif, sem jarðýtan hafði fært úr kumlinu. Hvass-
^iðri hafði verið dagana áður, og hafði sandurinn feykzt til, en þó
mátti glöggt sjá beinamylsnu og rónagla í jarðýtufarinu og til hlið-
ar við það, svo og í bingnum, sem ýtan hafði sett ofan fyrir bakk-
ann. Varð fyrst fyrir hendi að tína saman það, sem lá ofanjarðar,
og leyndi sér ekki, að þarna var um að ræða mannabein, þótt mörg
væru mulin í smátt. Voru það aðallega hryggjarliðir, rifbeinahrot
og leggjabútar, auk rónaglanna, sem mikið var af víðs vegar og sýndu,
að um bátkuml myndi að ræða. Úr bingnum kom einnig mikið af
hauskúpubrotum, nær heill lærleggur og ýmis önnur leggjabrot, rif-
beinabrot og ýmis smábein, svo sem handa- og fótabein. Flest stærri
beinin voru meira eða minna brotin eftir ýtuna, en annars reyndust