Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Kumliö fyrir rcmnsóknina, séð til norðurs. Ummerki jarðýtunnar sjást
greinilega. Tálkni í baksýn. — The boatgrave before excavation.
þnu lítt eða ekki fúin, enda hefur skeljasandurinn veitt þeim hin
ákj ósanlegustu varðveizluskilyrði.
Er að því kom að rannsaka sjálft kumlstæðið, kom í ljós, að bein-
in, sem þar voru, voru öll mjög úr lagi færð. Var svo að sjá í fyrstu,
að þau hefðu raskazt af völdum jarðýtunnar, en síðar kom þó í ljós,
að svo gat ekki verið, heldur hafði kumlinu verið raskað á fyrri
tímum. Var í kumlinu hin óskiljanlegasta beinakös og hvergi um
það að ræða, að bein, sem saman eiga í líkamanum, lægju saman.
Var strax greinilegt, að bein voru þarna úr mörgum mönnum, en
nær ógerningur var að segja til um það á staðnum, úr hve mörgum
þau myndu vera.
Undir beinakösinni komu rónaglarnir í ljós í röðum, sem lágu sem
næst frá austri til vesturs, og þó lítið eitt nær norðvestri og suð-
austri. Var því auðsætt, að báturinn hefði haft þá stefnu og væri
vesturhluti hans undir vesturenda grjóthrúgunnar, sem jarðýtan
hafði látið að mestu óhreyfðan. Hafði hún reyndar skafið nokkuð
ofan af henni og fært efstu steinana dálítið til.