Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 6
10 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS inum og gerð hans. Efst var lábarið stórgrýti, ekki raðað skipulega heldur líkast því, sem því hefði verið kastað niður af handahófi. Sennilega hafa hellur verið lagðar efst á kumldysina, en er kumlið var rofið, hefur þeim verið rutt frá, því að utan við hrúguna voru allstórar hellur, sem greinilega hafa verið henni tilheyrandi. Þegar grjótið hafði verið tekið frá komu efstu beinin í ljós uppi á milli neðstu steinanna. Sama óskipulega beinakösin var einnig í þessum hluta kumlsins, og var ógerningur að átta sig á upphaflegri legu beinanna né heldur, í hvora átt höfuðin hefðu upphaflega snúið. Jón Steffensen prófessor, sem fékk beinin til rannsóknar, raðaði þeim saman eftir því sem föng voru á, og kom þá í ljós, að þau voru alls úr sjö manns, þremur konum og fjórum karlmönnum. Hafði allt þetta fólk látizt á unga aldri, en um þetta atriði skal annars vísað til greinar próf. Jóns Steffensens um beinin í þessu hefti af Árbók. Auk mannabeinanna komu í ljós hundsbein, og voru þau aðallega skammt austan við miðjan bátinn, niðri undir botni. Neðri kjálk- arnir lágu við syðri byrðinginn, rifbein og leggir kringum botninn og innan um mannabeinin. Af bátnum var að kalla ekkert eftir nema rónaglarnir, en af þeim var hinn mesti fjöldi. Við suma þeirra loddu ryðmengaðar tréflísar, og á stöku stað sáust merki eftir byrðing, viðarlitur í sandinum og viðarleifar, sem urðu þó hismi eitt, er þær þornuðu. Af eystri hlut- anum sáust aðeins naglar úr botni og neðra hluta byrðings, því að þar hafði jarðýtan tekið með sér efri hlutann. Vestri hlutann hafði jarðýtan hins vegar ekki skert, og þar voru naglarnir lítt færðir úr stað, einkum neðan til, en rás hafði verið grafin ofan í melinn, sem er undir hólnum, til að skorða bátinn í, og lag hans því haldizt betur þar. Hins vegar hefur grjóthrúgan sigið nokkuð og pressað út efstu borðin, og við það hafa naglaraðirnar aflagazt lítillega. Sennilega hefur stafn bátsins snúið í vestur og skutur í austur, samanber það, sem síðar segir, og verður við það miðað í frásögn- inni. I kumlinu var margt af smáhlutum, en sumir þeirra höfðu þó bor- izt úr kumlinu af völdum jarðýtunnar. Sumt hlutanna fannst ekki fyrr en við seinni rannsóknina, svo sem síðar verður frá skýrt. Hið fyrsta, sem í ljós kom af smáhlutum, voru perlur úr steinasörvi, sem voru bæði í ýtufarinu og í sandinum innan um beinin. Meðal þeirra voru tvær rafperlur, og var önnur nokkru aftan við miðju bátsins, en hin framan við miðju. í afturhluta bátsins var lítill Þórshamar úr silfri, og því sem næst í miðjum bátnum lágu tveir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.