Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 9
BÁTKUMLXÐ I VATNSDAL
13
7. mynd. Hlaöna gröfin suöaustan við bátkumliö. — A stoneset grave
near the boatgrave.
aftur til Reykjavíkur, en 18. júní fórum við Gísli Gestsson safn-
vörður vestur til að gera enn nánari rannsókn, kortleggja svæðið
og sigta sandinn úr kumlinu, en einsýnt var, svo sem kom á daginn,
áð í honum myndi leynast allmikið af beinum og jafnvel smáhlutum
úr kumlinu. Er skemmst frá að segja, að við hrepptum versta veður,
hvassviðri með miklum rigningum, og varð því sú för ekki jafn-
árangursrík sem skyldi.
Skömmu áður en við komum, lxöfðu fundizt nokkur smá blýmet
í sandinum við kumlið, en við í’annsóknina hafði þeirra ekki orðið
vart. Er skýringin sú, að þau voru svo lík að lit og lögun smásteinum
í þurrum sandinum, áð illt var að greina þau frá, en er sandurinn
vöknaði og breytti lit, skáru þau sig betur úr.
Þrátt fyrir óhagstætt veðurfar náðum við að kortleggja svæðið
og sigta eða öllu heldur skola sandinn úr kumlinu og umhverfis það,
þar sem helzt var að vænta, að einhverjir hlutir gætu leynzt. Kom
það og á daginn, því að við sigtunina fundust, fyrir utan beinabi'ot
og nagla, nokkrar perlur í viðbót, svo og blýmet, leifar af kambi,
beinsnúSur, eða beinkringla með gati, lítið skrauthengi eða kinga úr
bronsi og fleira smálegt, sem talið verður upp í haugfjárskránni.