Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. mynd. Teikning af hlöönu gröfinni.
Lengst t. v. jaröfastur steinn. — The
stoneset grave, see fig. 7.
Magnús Jónsson á Hnjóti í Örlygshöfn aðstoðaði okkur við þetta
verk.
Um 12 m suðaustan við kumlið hafði jarðýtan skafið ofan af stein-
hleðslu, sem reyndist vera eins konar þró, hlaðin úr brimsorfnu grjóti
eins og var yfir kumlinu. Voru aðeins tvær steinaráðir í hleðslunni,
og var þróin sem næst 1,8 m að lengd og 0,5 að breidd. Hún lá sem
næst í sömu stefnu og báturinn, þó örlítið meira til norðurs og suð-
urs. Hún var opin vestur úr, eins og sá endi hefði verið skertur, og
ekkert grjót var yfir henni nú. I þrónni fannst brýni og hrosstönn,
og önnur hrosstönn lá þar ofanjarðar. Mér virðist helzt til greina
geta komið, að þetta sé gröf, sem hafi verið rofin og tæmd, sbr.
það sem síðar segir.
Þetta kuml er fimmta bátkumlið, sem vissa er fyrir að fundizt
hafi hérlendis. Að auki eru svo tvö, sem vafi leikur á áð séu bát-
kuml. Þau bátkuml, sem örugg eru, voru á Dalvík við Eyjafjörð (tvö
talsins), Kaldárhöfða við Olfljótsvatn og hjá Glaumbæ í Suður-Þing-
eyjarsýslu (1). Kumlið í Vatnsdal er þó athyglisverðast þeirra allra
fyrir þá sök, hve sérstæða gripi þar var að finna, þótt kumlið sjálft