Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 11
BÁTKUMLIÐ I VATNSDAL
15
9. mynd. Rónaglar og viöarleifar úr bátnum. 1:1. — Iron nails and fragments of
wood from the boat. 1:1.
væri illa leikið. Skal nú sagt ger frá haugfénu og eðli þess, og verður
þá hver gripur talinn fyrir sig.
Fyrst er að geta bátsins. Af honum mældust 5,80 m, en ekki virt-
ist vanta mikið á, að full lengd fengist, og hefur hann varla veri'ð
mikið yfir sex metra langur. Mesta breidd mældist um 0,95 m.
Bátur þessi hefur verið með minni kænum víkingaaldar, og má
til samanburðar geta þess, að annar Dalvíkurbáturinn hefur verið
6,45 m langur, en hinn 7 metrar. Báðir hafa þeir verið hlutfalls-
lega breiðari en sá, sem hér um ræðir. Báturinn í Kaldárhöfðakuml-
inu hefur hins vegar aðeins verið smákæna, éða um 2,8 m á lengd,
enda ætlaður til notkunar á stöðuvatni, en ekki sjó.
Rónaglarnir eru flestir um 3,5 sm að lengd, og er róin ferhyrnd.
Af reksaum fundust aðeins örfá stykki, og komu flest þeirra til
safnsins 2% 1966, ásamt beinaleifum og einu meti, og hafði þetta
fundizt þá um vorið í sandinum við kumlið. Af þeim viðarleifum, sem
eftir voru, sást, að báturinn hefur verið smíðaður úr barrviði, lík-