Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 13
BÁTKUMLIÐ 1 VATNSDAL
17
10. mynd. Hvalbeinsstykkin tvö, sem negld hafa veriö innan d
borðstokkinn bakborösmegin. 1^:5. — Two pieces of whalebone,
fastened on to the inside of the gunwale. 1^:5.
inu. Tveir þeirra hafa nú verið settir saman, en hinn þriðji er enn
ósamansettur.
Stærsti báturinn úr Gauksstaðaskipinu er 9,75 m að lengd, 1,86 m
breiður og 0,57 m djúpur. Næsti bátur hefur verið sem næst 8 m
langur, en minnsti báturinn er 6,51 m. langur, 1,38 m breiður og
0,49 m djúpur. Þeir eru því allir heldur stærri en ætla má, að bát-
urinn í Vatnsdal hafi verið. Þessir bátar eru að mestu úr eik, borðin
breið og þunn og hafa verið finim í hvorum byrðingi í stærsta bátn-
um, en aðeins þrjú í hinum minnsta. Bönd eru mjög fá, sex í hinum
stærsta, en aðeins þrjú í minnsta bátnum, og hafa þeir því veri'ð
veikbyggðir. Hins vegar eru böndin reyrð við byrðinginn eða negld
með trésaum, svo að bátarnir hafa verið sveigjanlegri en ef þeir
hefðu verið negldir með járnsaum (3).
Sörvistölur. Perlurnar, sem í kumlinu fundust, eru alls 30 að
2