Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 17
BÁTKUMLIÐ 1 VATNSDAL
21
12. mynd. Þórshamar, blýmöli með krossi, bjalla og hluti af kúfískum dírhem.
2:1. — Thor’s hammer, a piece of lead with an inlaid cross, a bronze bell and
a fragment of a Cufic coin. 2:1.
1,3 X 2,9 sm. Hún hefur verið gagnskorin, annars vegar sést móta
fyrir gröfnu skrautverki með gyllingu niðri í grópunum. Hefur
kingan vafalaust verið algyllt og virðist greinilega vera í hópi hinna
norrænu kingna víkingaaldar, sem bera mynd af dýri. Sést allgreini-
lega móta fyrir læri og höfði dýrsins, og er afstaðan hin sama og
á kingunni frá Granagiljum í Vestur-Skaftafellssýslu (10). Hins
vegar er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir hinni upphaflegu
gerð vegna þess, hve þessar leifar eru lítilfjörlegar.
Bronskeðja,. Eftir að rannsókn lauk fundust bronshlekkir eða
leifar af keðju í ýturuðningnum neðan við bakkann. Bárust þeir
safninu um haustið. Keðjubútarnir eru reyndar tveir, en hafa senni-
lega átt saman í öndverðu. Þeir samanstanda af hringum, beygðum
saman. Stærsti hringurinn er 1,1—1,3 sm í þvermál, og eru festir
við hann þrír minni hringir eða hlekkir, og er þetta stærri partur-
inn. Minni parturinn er aðeins tveir litlir hringir hrúðraðir saman.
Greinilegt er, að þetta eru leifar af bronsfesti, og minna þær