Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
helzt á festarnar frá Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu og Vaði
í Suður-Múlasýslu, en þeim er fest í hringnælur í Borróstíl (11).
Er stærri búturinn frá Vatnsdal einmitt mjög svipaður efsta hluta k
keðjunnar frá Vaði, en þar er stór hringur, sem keðjurnar sjálfar
ganga út frá.
Þessar keðjur þykja benda til sænsk-baltneskrar tízku, og hefur
þeirra lítt eða ekki orðið vart á vestnorrænu menningarsvæði, að
Islandi undanteknu. En vegna þess, hve slitur þessi eru lítilf jörleg,
er þó erfitt að segja nokkuð ákveðið um, hvort þessi keðja hefur
gegnt sama hlutverki og hinar fyrrnefndu, en ekki er hægt að svo
stöddu að benda á aðra notkun þeirra.
Bronsprjónn. Við skolunina fannst sérkennilegur prjónn, mjög
einfaldur þó, sem gerður er úr bronsvír, sem lagður er tvöfaldur
og snúinn saman. Er auga á öðrum endanum, en í hinn endann er
öðrum vírendanum snúið um hinn. Hrúður er á prjóninum, en tor-
velt er að segja, til hvers hann hefur verið ætlaður, en ekki er líklegt,
að þetta sé neins konar klæ'ðaprjónn. Ógerningur hefur verið að
stinga honum gegnum flík, enda er hann líka of stuttur til slíkra
nota, aðeins 4 sm. Verður notkun hans því að liggja milli hluta. i
Kross. Einkennilegur, lítill blýmoli, með ífelldum grænum krossi,
ef til vill úr smelti, fannst við skolunina. Molinn er 1,1 x 1.3 sm og
0,6 sm að þykkt, sléttur þeim megin, sem krossinn er. Krossinn
er 1,1 sm hár og þverálman, sem er rétt ofan við miðju krossins,
er 1 sm að lengd.
Þessi kross er einstæður meðal muna, sem fundizt hafa í kumlum
hér á landi. Að vísu er ástæða til að ætla, að blýmolinn sé upphaf-
lega met, en krossinn virðist ekki vera nein tilviljun.
Ekki er ótítt, að smákrossar, og það jafnvel ró'ðukrossar, finn-
ist í kumlum erlendis frá seinasta skeiði víkingaaldar, og eru einkum
kunnir krossar úr Bjarkeyjargröfum í Svíþjóð (12). Þeir eru hins
vegar oftast úr silfri og af allt annarri gerð en krossinn frá Vatns-
dal, enda eru þeir gerðir til að bera í festi um hálsinn. Svo hefur
þó ekki verið með þennan kross, að minnsta kosti sjást þess engin
merki nú, og er líklegast, að hann hafi verið borinn í pússi innan
um aðra hluti, og verið eins konar verndargripur. Erfitt hefur
reynzt áð hafa uppi á hliðstæðu við hann, en að líkindum er hann
útlendrar ættar, eins og flestir aðrir gripir í kumlinu.
Armbaugar. Armbaugarnir tveir fundust í um það bil miðju
kumli. Þeir lágu saman og voru festir saman í einhverjum lífræn-
um leifum, sem varðveitzt hafa vegna bronsins, og mátti greina þar