Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 21
BÁTKUMLIÐ I VATNSDAL
25
14. mynd. Met og kúyt bronsþynna, e. t. u. af meti. 4:3. — Balance-
weights of lead and a convex sheet of bronze. 4:3.
heilt nema endarnir. Það er gert úr fjórum kinnum, um 13 sm
að lengd, og hafa kinnarnar verið negldar á oka og kambinum síðan
verið smeygt niður á milli kinnanna, og er þetta hin algengasta gerð
kambslíðra frá þessum tíma. Tvær kinnanna eru skreyttar með þver-
strikum, og önnur þeirra auk þess með v-laga strikum og punktum
til endanna, en hinar tvær eru allskemmdar, og sér engin merki
skreytingar á þeim. Af hinum slíðrunum er ekkert varðveitt nema
beinþynna, um 2x14 sm að stærð, og hefur hún verið með okum
til endanna. Ef til vill hafa þynnurnar verið tvær í öndverðu og
kemburinn legið milli þeirra. Þynna þessi er aðeins skreytt annars
vegar með þverstrikum.
Kambar með slíðrum voru ekki óalgengir á víkingaöld, það sýna
fundir frá þeim tíma. Hér á landi hafa fundizt tveir fornir kambar
með slíðrum, annar í kumli á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi (18),
en hinn, sem greinilega virðist vera frá fornöld, fannst nú nýlega
í Ytri-Fagradal í Dalasýslu (Þjms. % 1965).
Blýmet. Við frumrannsóknina varð engra blýmeta vart, og er
skýringin sú, að þá var sandurinn þurr og hvítur, og litu metin,
sem eru grá að lit, út eins og smásteinar í sandinum. Var því auð-