Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er um fyrstu byggð á þessum slóðum. Landnáma segir, að Örlygur
Hrappsson, sem nam land á Kjalarnesi og bjó að Esjubergi, hafi
komið út í Örlygshöfn og verið þar fyrsta veturinn, en sem fyrr
segir er Örlygshöfn næsta sveit fyrir utan Vatnsdal. Margir skips-
menn Örlygs námu land á þessum slóðum, en þeir félagar komu
vestan um haf og var Örlygur kristinn (24).
Sé frásögn Landnámu rétt, mætti því ætla, að í Reiðholti í Vatns-
dal hafi verið heygt eitthvað af því fólki, sem með örlygi kom, éða
nánustu afkomendur þess.
1. Sjá Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi. Reykjavík
án árt., bls. 212—218. Þar er gerð grein fyrir þessum kumlum.
2. Viðarleifarnar úr bátnum voru rannsakaðar af Haraldi Ágústssyni kennara og
einnig af E. Tellerup trjáfræðingi í Kaupmannahöfn, og komust þeir báðir að
sömu niðurstöðu. Ekki reyndist samt unnt að greina viðarleifarnar til tegundar,
svo að með fullri vissu væri, vegna þess, hve illa þær voru varðveittar. —
Kann ég báðum þessum aðilum þakkir fyrir aðstoð þeirra.
3. Sjá Fr. Johannessen: Bátene fra Gokstadskibet. Viking 1940, bls. 125—130,
og Arne Emil Christensen jr.: Færingen fra Gokstad. Viking 1959, bls. 57—69.
— Þess má geta, að sá háttur að festa byrðing og bönd saman með trénöglum,
hefur haldizt hér á landi langt fram eftir síðustu öld, og hefur Þjóðminja-
safnið nýlega eignazt einn bát, þar sem svo er um búið. Er hann á Bergs-
stöðum á Vatnsnesi, smíðaður 1895, og er eini báturinn af slíku tagi, sem
nú er vitað um hérlendis.
4. Jan Petersen getur þess í Vikingetidens smykker. Stavanger 1928, bls. 163, að
margar þær perlur, sem í safnskrám eru taldar úr brenndum leir, séu i raun-
inni úr rauðleitu eða gulleitu gleri. Má vera, að svo sé einnig um þessa perlu,
og skal því engu slegið föstu um efnið í henni.
5. Roar Skovmand: De danske skattefund fra vikingetiden og den ældste middel-
alder indtil omkring 1150. Aarboger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1942.
bls. 64. Myndir af slíkum Þórshömrum eru t. d. i riti Holger Arbman: Birka I,
Die Graber. Tafeln. Uppsala 1940. Taf. 105—107.
6. Sjá um silfur-Þórshamra á Norðurlöndum: Skovmand: Ofangr. rit, bls. 64—65.
7. Sjá: Poul Norlund: Buried Norsemen at Herjolfsnes. Meddelelser om Gron-
land. Bind LXVII. Kobenhavn 1924, bis. 224—225, og Poul Norlund and
Márten Stenberger: Brattahlid. Meddelelser om Gronland. Bd. 88, nr. 1.
Kobenhavn 1934, bls. 130—131. 1 þessu sambandi má geta þess, að hluti af
stærri ristunni á Torfusteini á Torfustöðum i Miðfirði, sem munnmæli segja,
að hafi verið yfir leiði Skáld-Torfu, er ekki ósvipaður hamarsmerki. Að öðru
leyti eru þessar ristur ótúlkaðar. Sé þar um að ræða Þórshamar eru þetta
elztu bergristur, sem þekktar eru hérlendis.
8. Kolbjorn Skaare í bréfi, dags. 8/1 1965.
9. Sjá: Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, bls. 365—368, og athugasemd eftir sama
I Árbók 1957—58, bls. 141.
10. Sjá: Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, bls. 323 —324 og mynd bls. 322.
11. Sama rit, bls. 309—311.
12. Sjá: Holger Arbman: Birka I. Tafeln. Taf. 102.
13. Sjá: Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, bls. 332—333.