Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 29
JÓN STEFFENSEN
LÝSING MANNABEINA ÚR FORNMINJA-
FUNDINUM I VATNSDAL, PATREKSFIRÐI
Inngangur.
Af rannsóknarskýrslu Þórs Magnússonar hér að framan um forn-
minjafundinn í Vatnsdal sést, að ekkert beinanna virtist vera í
eðlilegri legu utan e. t. v. 4 hnúaleggir (ossa metacarpalia), og voru
þeir í sérumbúðum, þegar þau bárust mér í hendur. Nánari athugun
á þeim sýndi þó, að ekki heldur þessi bein höfðu verið í eðlilegri
legu, því þrjú þeirra voru hægri hnúaleggir svarandi til II. fingurs.
Uppgraftarskýrslan veitir því engar upplýsingar um, hvaða bein
eigi saman. Var því alltafsamt verk að lesa beinin sundur í einstak-
ar beinagrindur, þó tvö atriði yrðu til að auðvelda þáð verk. Það
fyrst, að beinin voru óvenjuvel varðveitt, þrátt fyrir það að jarð-
ýtan hafði mölbrotið mörg þeirra, en þessi nýbrotnu bein var auð-
velt að líma saman; hinsvegar voru aðeins fá beinanna með gömul
brotsár eða illa farin af fúa. í öðru lagi voru tvær beinagrindanna
úr unglingum, pilti og stúlku, með óbeingerð kastbrjósk á öllum
beinum. Þessi bein mátti því strax tína úr og flokka méð fullkomnu
öryggi (H121 og H122), og þó flokkun hinna beinanna sé ekki jafn-
örugg, þá tel ég hana örugga um flest beinin, vegna þess hvað mörg
bein úr hverri beinagrind eru varðveitt. Af því leiðir, að unnt er að
máta saman liðenda aðliggjandi beina og fá óslitna keðju beina frá
höfði gegnum hrygg, spjaldbein og mjaðmarbein niður í fætur.
Efri útlimabeinin má svo flokka niður á beinagrindurnar eftir
stærð og útliti þeirra með hliðsjón af beinum neðri útlimanna. Erf-
iðast er að flokka viðbein og herðablöð af stærri beinunum, og skal
það haft í huga við mat á því, sem á eftir fer þessum beinum við-
víkjandi. Af smærri beinum hef ég enga tilraun gert til að lesa sund-
.3