Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að gróa við aðalhluta beinsins. Kjálkagarður er greinilegur, en enginn
kinnkjálka- eða gómgarður. Konan hefur verið búin að missa fyrsta
jaxl hægra megin í neðri gómi, og talsverður tannsteinn er, en allar
tennur eru lausar við tannátu. Afturbogi banakringlu er opinn í
miðju, og rifa er í miðlínu eftir endilöngum bakfleti spjaldbeins
(spina bifida occulta).
Hauskúpan var mikið brotin, og tókst ekki áð líma hana fyllilega
rétt saman, en óverulegu mun skeika. Höfuðið er í meðallagi stórt
(cranial module: 148,0), meðallanghöfði (lengdar-breiddar-vísitala:
75,6), meðalhátt bæði í hlutfalli við lengd og breidd (lengdar-hæðar-
vísitala : 71,1 og breiddar-hæðar-vísitala : 91,1). Ennið er breitt mið-
að við hauskúpubreidd (breiddar-ennisbreiddar-vísitala :70,6). Um
andlitið verður lítið dæmt sökum sköddunar.
Útlimabein eru grönn. Upparmsleggjar-sveifar-vísitala er 73,1 h.
og 76,7 v. og lærleggjar-sköflungs-vísitala er 82,6 h. og 82,3 v. eða
sveif og sköflungur eru eðlilega langir miðað við upparmslegg og
lærlegg. Líkamshæ'ðin er 163 sm, sem var hávaxin kona í heiðni.
H 125. Beinagrind um 28 ára gamallar konu. Öll köst eru gróin
við, en hauskúpusaumar eru opnir að mestu. Ennissaumur er opinn
(sutura metopica). Kjálkagarður er af meðalstærð og greinilegir
kinnkjálka- og gómgarðar. Bolir XII. brjóstliðs og I. lendarliðs eru
dálítið fleyglaga, veit eggin fram og á aðliggjandi flötum þeirra er
nokkur missmíð, niðurflötur XII. brjóstliðs bungar niður, en óreglu-
leg hola er í uppflöt I. lendarliðs. Áþekkar breytingar en minni eru á
IX.—XI. brjóstliðum. Sennilega er hér um afleiðingar af hrörnun
hryggþófa að ræ'ða.
Hauskúpan, sem er límd saman úr mörgum brotum, er frekar stór
miðað við líkamshæð (cranial module: 152,2) ; hún er í flokki meðal-
langhöfða (lengdar-breiddar-vísitala: 75,4), meðalhá í hlutfalli við
lengd, en há miðað við breidd (lengdar-hæðar-vísitala 74.0 og breidd-
ar-hæðar-vísitala: 98,2). Ennið er hlutfallslega breitt (breiddar-
ennisbreiddar-vísitala: 71,7). Andlitið er í meðallagi langleitt (and-
litsvísitala: 89,6 og yfirandlitsvísitala: 52,6) og nefstæði'ð frekar
breitt miðað við hæð þess, nefvísitalan er 52,3.
Útlimabeinin eru frekar grönn. Upparmsleggjar-sveifar-vísitala
er 72,3 h. og lærleggjar-sköflungs-vísitala 78,8 h., þ. e. hlutfallslega
stutt sveif og sköflungur. Líkamshæðin er 161 i/o sm eða í góðu meðal-
lagi.
H 126. Beinagrind karlmanns, um þrítugur að aldri. Haussaum-
ar eru mikið til lokaðir að innanverðu og aðeins að byrja að lokast