Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 37
LÝSING MANNABEINA 41 sandurinn. A'ðeins frá einum stað öðrum en Vatnsdal er mér kunnugt um viðlíka góð varðveizluskilyrði beina úr heiðni, og það er frá Haf- urbjarnarstöðum, en þar er kumlateigurinn einnig mjög skeljasands- borinn. Til þess að gefa nokkurn samanburð á varðveizlu beina úr heiðni vil ég benda á upparmsleggjar-sveifar-vísitöluna í töflu 1. Hana er hægt að ákvarða á 6 af 7 beinagrindum úr Vatnsdal, en ekki nema á 8 (þar af 3 frá Hafurbjarnarstöðum) af 120 beinagrindum úr heiðni. En geyminn jarðvegur nægir ekki einn til góðrar varðveizlu, hafi ekki einnig önnur skilyrði verið ákjósanleg. Bein, sem blása upp og liggja ofanjarðar, eyðast smám saman af veðrun, auk þess sem hin smærri þeirra beinlínis fjúka burt. Um meiri háttar uppblástur beinanna frá Vatnsdal hefur ekki getað verið að ræða, enda var veðrun aðeins að sjá á örfáum beinum. Það er ljóst af uppgraftar- skýrslu Þórs Magnússonar, að ekki hefur verið rúm fyrir fleiri en eitt, í mesta lagi tvö lík í bátnum, hin hafa verið heygð annarstaðar, sennilega einhverstaðar í nágrenninu, en beinin grafin upp síðar og flutt í bátinn. Þeir, sem fengizt hafa við uppgröft beina, vita, að mikla aðgæzlu þarf við, ef ekkert þeirra á að týnast, og kemur þá að góðu haldi að vera kunnugur beinagrindinni og vita, hverra beina sé von. Þeirrar þekkingar er varla að vænta hjá þeim, er fluttu bein- in á sínum tíma, svo að óreyndu hefði maður búizt við einhverjum vanhöldum á þeim eftir þann flutning. Þar við bætist svo, að beina- hrúgan kemur nú í ljós með þeim hvimleiða nútímahætti, að jarðýta skefur burt hluta af hrúgunni og brýtur og tvístrar fjölda beina. Þetta torveldar eftirleit þeirra að mun, og þó að þá séu fagmenn að verki, sem sigta sandinn úr ýtufarinu, þá er ekki ósanngjarnt að álykta, að eitthvað af smábeinum og beinabrotum hafi orðið eftir, þó óverulegt muni það vera. I öllu falli eru beinin, sem í ljós hafa komið, það minnsta magn þeirra, sem verið hafa í hrúgunni. Það eru eins og fyrr segir 7 heillegar beinagrindur, og vantar ekki bein í neina þeirra annarri frekar. Öll stærri bein útlima og höfuðs eru fyrir hendi, og undravert fá bein, jafnvel af þeim smæstu, svo sem úlnliðsbein, vantar, og gefur tafla 3 góða hugmynd um vöntunina. Þó aldrei hefðu verið fleiri bein í hrúgunni en uppgröfturinn leiddi í ljós, þá er hér um svo heillegar beinagrindur áð ræða, að með ólíkindum má telja, þegar allar aðstæður eru athugaðar. Hugleiðingar um orsakir eða tilgang þessa beinaflutnings verða að byggja á og koma saman eftirfarandi atriðum. 1) Engin bein voru í upprunalegri legu í bátnum, þrátt fyrir að alltaf eitt líkanna hefur verið heygt þar. 2) Sérstök alúð hefur verið lögð við að safna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.