Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 41
LÝSING MANNABEINA
45
má telja, að hefði konan verið lögð til á bakið, þá hefði spanskgræn-
an verið á bringubeini, en á vinstri rifjum, hefði hún legið á þeirri
hlið. Á líkum stöðum tel ég, að spanskgræna af kringlóttri nælu og
kingu í langri snúru myndi vera.
Algengustu bronsmunir í kumlum eru kúptar nælur (Kuml og
haugfé, 293—303), þær hafa fundizt í 21 kumli, en úr áðeins 5 þeirra
eru varðveitt bein og fundarskýrsla, sem eitthvað er á að græða við-
víkjandi legu munanna. Þau eru þessi:
1) Brimnes, Svarfaðardalshreppur, 5. kuml. Beinagrindin lá á
bakið, kúpt næla lá þversum alveg uppi undir höku á hauskúpunni
og virðist hafa haldið saman hálsmálinu. Beinin eru mjög illa varð-
veitt, til eru kúpuhvolf, brot úr kjálka og kinnkjálka, brot úr höfði
annars upparmsleggjar, en engin önnur efri útlimabein og engir
hryggjarliðir. Á engu beini er spanskgræna, og hefði ég þó búizt við,
að finna hana á kjálka og að hún hefði varðveitt kjálka og hálsliði
frá að fúna. Líklega er jarðveginum um að kenna, að hann hafi unnið
gegn spanskgrænumyndun.
2) Reykjasel, Jökuldalshreppur. (Árb. 1903, 17—19). Kumlið var
uppblásið og búið að taka kúptu næluna, þegar D. Bruun rannsakaði
það. Hann lýsir ekki nánar legu beinagrindarinnar, sem er frekar vel
varðveitt, hvort hún hafi hvílt á bakið eða á hlið. Nokkra muni fann
hann í kumlinu, þar á meðal leifar af ullarsnúru með spanskgrænu
á, og af legu hennar mun hann hafa dregið þá ályktun, að spennan
hafi verið í beltisstað. Spanskgrænan er á 9.?, 10? og 11. rifi hægra
megin, ennfremur á 6 rifjabrotum, sem erfitt er að segja um, úr
hvaða eða hve mörgum rifjum þau kunni áð vera. Á engu öðru beini
er spanskgræna, svo sennilega er ályktun Bruuns rétt, að nælan
hafi verið í beltisstað, en þá þætti mér jafnframt líklegast, að líkið
hefði hvílt á hægri hlið, því hefði það legið á bakið, þá mætti búast
við spanskgrænu á neðstu brjóst- eða efstu lendaliðum.
3) Ketilsstaðir, Hjaltastaðahreppur (Kuml og haugfé, Kt. 114).
Beinagrindin, sem er illa varðveitt, lá á vinstri hlið með kreppta
fætur. Tvær kúptar nælur, þríblaðanæla og steinasörvi virðast hafa
verið á brjósti konunnar, nánar segir ekki frá afstöðu muna til beina.
Kjálkarnir eru tengdir saman vinstra megin á holdsleifum og fylgir
þeim vinstra auga. Þetta er allt gegnsósa af spanskgrænu, sem sýni-
lega hefur varið holdið rotnun og er það nú varðveitt í rotvarnarlegi.
Af öðrum beinum er spanskgræna á nefrót, vinstri ennishyrnu kinn-
kjálka, vinstri ofanaugntóttarrönd, á axlarenda vinstra viðbeins, hlið-
lægu rönd vinstra herðablaðs, tveimur efstu rifjum vinstra megin