Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 43
LÝSING MANNABEINA
47
H 121. Beinin eru gulbrún og brún að lit, yfirleitt dekkri en bein
hinna beinagrindanna, nema fótbeinin úr H 124, sem eru dekkri,
og handarbein, einkum hægri handar, sem eru álíka dökk og þau
úr H 121. Spanskgræna er á kinnkjálka, utan og innan á báðum
gagnaugabeinum og stóru vængjum fleygbeins. Þessi spanskgræna
hefur naumast getað komið á beinin fyrr en hauskúpan var dottin
í sundur. Það var með kjálka þessarar beinagrindar, sem bjallan
fannst, hann er með talsverðri spanskgrænu, mest innanvert um
miðbikið, í kverk kjálkans og þar er einnig ryðblettur, gæti verið
undan bjöllukólfi. Til þess að bjalla, sem borin er í festi um háls-
inn, geti náð að lita kjálkann á þennan veg, þarf líkið að hafa verið
lagt til á bakið með andlitið beint upp, við rotnun holdsins fellur
þá kjálkinn ni'ður yfir bjölluna, en hún myndi þá óhjákvæmilega
setja spanskgrænu jafnframt á hálsliðina. Hér er dauf spanskgræna
framan á bolum 3.—6. hálsliðar, og hlýtur hún að hafa komið á þá
meðan þeir voru í eðlilegri afstöðu hver til annars. Mismunurinn
á styrkleika litarins getur stafað af því, að bjallan er alla tíð í snert-
ingu við kjálkann, en ekki við liðina eftir að þeir koma í beinahrúg-
una. Spanskgræna er ofanvert á vinstra viðbeini, mest frá axlarenda
að miðju, en einnig dauf framan á miðlæga helming þess. Mjög dauf
spanskgræna er í millihnjótarennu vinstra upparmsleggjar. Hafi
spanskgrænan komið á þessi tvö bein méðan beinagrindin var
óhreyfð, getur hún naumast stafað af neinum hinna fundnu muna,
helzt kemur til greina kúpt næla á vinstri öxl, en vel sannfærandi
er það ekki, þar sem enginn litur er á vinstra herðablaði og ekki
meiri á upparmsleggnum. Dauf spanskgræna er aftanvert á neðri
enda vinstri sveifar, en þar sem engin er á v. öln þá er líklegast, að
litunin hafi orðið í beinahrúgunni. Spanskgræna er á bringubeins-
endum IV.—VI. hægri rifja, einnig á bringubeinshluta, sem senni-
lega er úr þessari beinagrind; þessi litun getur stafað frá kringlóttri
nælu eða kingu meðan beinagrindin var óhreyfð. Mjög dauf spansk-
græna er á hálsi þriggja efstu rifja hægra megin, greinileg á rif-
horni vinstra III. rifs, innan á rifhorni VI? vinstra rifs, innan á
hálsi X.? vinstra rifs, á hryggtindi VIII. brjóstliðar og dauf handar-
baksmegin á II. hnúalegg. Staðsetning þessara spanskgrænubletta
er í öllum tilvikum þannig, að ætla verður, að hún hafi komi'ð á
beinin í beinahrúgunni. Hægra geirstúfsbein, sem var með armbaug-
unum, á örugglega ekki heima í þessari beinagrind. Niðurstaðan verð-
ur að bjallan og kringlótta nælan og/eða kingan mega hafa fylgt