Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 45
LÝSING MANNABEINA
49
hlið kjúku eins og vænta mætti á aðliggjandi fingrum þess, er hring-
inn bar. En þetta eru einu fingurkjúkurnar, sem spanskgræna er á, og
í enga beinagrind virðist vanta meira en eina nærkjúku, svo hafi
hringurinn verið á fingri, þá hefur spanskgrænan þvegizt af beinun-
um aftur eða þá að hringurinn hefur verið geymdur í pússi.
Niðurstaðan verður, að þrátt fyrir mikinn fjölda beina með spansk-
grænu á, þá eru ekki líkindi til að líkinu hafi fylgt í kumlið annað
en armbaugur á vinstri framhandlegg.
H 12h- Litur beinanna er grágulur, gulbrúnn og brúnn, og eru öll
bein hægri handar mun dekkri en beinin úr þeirri vinstri (sjá H 121).
Spanskgræna er á hægri kinnhyrnu ennisbeins, en engin á ennishyrnu
hægra kinnbeins, hún hefur því komið á, eftir að andlitið var orðið við-
skila frá hinum hluta hauskúpunnar. Það á einnig við um daufa
spanskgrænu á hægri gómhyrnu kinnkjálka. Spanskgræna er á
hnakkaskel, neðantil, vinstra megin og nær fram á vinstra gagnauga-
bein að hlustinni; innanvert á kjálka, einkum á móts við vinstra
kjálkahorn og einnig utan á því; framan á bolum II.—VII. hálsliðs
og mjög dauf spanskgræna á bol I. brjóstliðs og á rifjahálsi beggja
I. rifja. Dauf spanskgræna á axlarenda og um miðbik vinstra viðbeins,
mest á uppfleti; mj ög dauf spanskgræna við grunninn á krummahyrnu
vinstra herðablaðs og í neðankambsgróf þess. Ryð er í millihnjóta-
rennu vinstri upparmsleggjar, en engin spanskgræna í kring. Þeir
spanskgrænublettir, sem nú hefur verið lýst, að undanskildum þeim
í neðankambsgrófinni, eru þess eðlis, að ætla má að þeir hafi komið á
beinin í upphaflegri legu þeirra. Örugglega á það við um hryggjar-
liðina og rifin, en jafnvíst er, að enginn hinna fundnu muna er lík-
legur til að hafa valdið spanskgrænunni á hnakkaskel, viðbeini og
krummahyrnu, þar kæmi til greina kúpt næla á vinstri öxl, hafi
höfúðið hallazt yfir til vinstri, en líkiö legið á bakið, sem gera verður
ráð fyrir vegna spanskgrænunnar á hryggjarliðunum. Hún og
spanskgrænan innan á kjálkanum gæti stafað af bjöllu eða kingu í
festi um hálsinn, en spanskgrænan utan á kjálkahorni mætti vera
frá kúptu nælunni og ryðið í millihnjótarennu gæti hugsazt að
stafaði frá þorni nælunnar. Sterk spanskgræna er aftantil og hlið-
lægt á neðsta og efsta þriðjungi vinstri sveifar og neðst á vinstri
öln, einnig er dauf spanskgræna framanvert og neðst á báðum leggj-
Um. Spanskgrænan á efri enda sveifar tekur yfir á hliðlægan helming
liðgjarðarinnar, en þar sem engin er á efri enda alnar og neðri enda
vinstri upparmsleggjar er óhugsandi, að hún hafi komið á beinið í
náttúrlegri legu. Spanskgrænan á neðri endum framarmsleggjanna
4