Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 47
LÝSING MANNABEINA
51
endajaxl og neðan við kjálkaþindargára; á uppfleti vinstra viðbeins,
milli miðju og keiluhrjónu; á vinstra herðablaði, þar sem kamburinn
mætir miðlægu röndinni og meiri að aftan en framanverðu; um mið-
bikið á fram- og uppfleti hægra viðbeins og mjög dauf spanskgræna í
neðankambsgróf hægra herðablaðs, miðlægt alveg uppi undir kambi.
Spanskgrænan á herðablöðunum hefur eflaust komið á þau í beina-
hrúgunni, og sennilegast á það við um hin beinin líka, þó kannske
sé ekki hægt að fortaka, að kúptar nælur á báðum öxlum hafi getað
valdið litnum á kjálka- og viðbeinum. Spanskgræna er á vinstri lær-
leggjarhálsi að ofanverðu alveg upp við höfuð og nær út á það; á II.
lendarliði, á uppfleti og hægri hlið bolsins og á efri liðtindi hans.
Á báðum beinum mun spanskgrænan tilkomin í beinahrúgunni. Mjög
dauf spanskgræna er framanvert á neðsta þriðjungi vinstri sveifar
og framanvert á mótum mið- og neðsta þriðjungs vinstri ölnar; á
liðfleti vinstra mánabeins og grunni II. vinstri hnúaleggjar. Báðir
framarmsleggirnir eru gamalveðraðir og með fornum brotsárum
auk nýrra, en ofangreind spanskgræna stafar naumast af armbaugi
í eðlilegri afstöðu til beinanna. Smá spanskgrænublettur er að innan-
verðu, rétt ofan við höfuðið á hnúalegg hægri þumalfingurs, enn
fremur smáblettur utanvert, lófamegin og framan við miðju á hægri
II. hnúalegg, einnig er rýð á grunni hans. Þessi spanskgræna gæti
stafað af smáhlut, er hafi verið haldið í greipinni eða legið þar í
pússi. Spanskgræna er í vinstri mjaðmargróf, hún gæti stafað af
hlutnum í greipinni eða af armbaugi, hafi handleggurinn legið niður
yfir lífið. Hafi einhverjir hinna fundnu bronsmuna verið haugfé þess-
arar konu, þá koma ekki aðrir til greina en metið og undni bronsvír-
inn e. t. v. í pússi ásamt hringnum og svo kannske armbaugur.
H 126. Beinin eru grágul að lit. Spanskgræna er utan á hægri
mjaðmarspaða, en á engu öðru beini og því sennilegast tilkomin í
beinahrúgunni. Þó kemur til greina, að metið og undni vírinn hafi
fylgt þessu líki.
H 127. Beinin eru flest dökk-gráleit að lit, og standliður er dá-
lítið veðraður. Það er ekki spanskgræna á nokkru beini.
Þegar tekið er saman það sem komið hefur fram í sambandi við
spanskgrænu á beinunum, þá koma í Ijós tvö athyglisverð atriði:
1) Það er ekki spanskgræna á nokkru beini neðan hnés. 2) Þrjár
beinagrindanna, H 122, 126 og 127 eru að kalla lausar við hana. Þetta
síðara atriði sýnir, áð bronsmunirnir hafa ekki verið haugfé með
þessum líkum, eins og raunar var að vænta, þar sem þetta voru