Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 51
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
KLUKKNAPORTIÐ Á MÖÐRUVÖLLUM
I EYJAFIRÐI
Af gömlum myndum og skriflegum heimildum má ráða, að stað-
setning klukkna í íslenzkum kirkjum hafi verið með ýmsum hætti:
Inni í kirkju í fremsta stafgólfi, úti á bjórþili eða í sérstöku húsi eða
skýli, sem nefnt var klukknahús, stöpull eða klukknaport. Ekki er
hægt að gera sér fulla grein fyrir afstöðu stöpuls og kirkju á Islandi
fyrr á tímum. Til þess skortir gögn, en sennilegt er, að stöpull hafi
ýmist verið fyrir framan kirkju, og líklega fasttengdur kirkjunni,
eða stáðið til hliðar henni, jafnvel allfjarri, settur hátt, þaðan sem
hljóm klukknanna bar yfir byggðina í grennd. Algengt virðist og að
koma klukkum og klukknahúsi fyrir í kirkjugarðsinngangi, sáluhlið-
inu eða í kirkjugarðsvegg andspænis kirkjudyrum, enda þótt ekki
væri gengið þar í gegn. Nú eru flest þessara mannvirkja horfin,
eftir standa þó tvö: Klukknaskýlið á Hálsi í Fnjóskadal og klukkna-
portið á Möðruvöllum í Eyjafirði, sem hér er ætlunin að gera grein
fyrir.
Ég kom fyrst að Möðruvöllum 1962, gerði þá lauslega athugun á
portinu og kynnti mér aldur þess, þegar suður kom. Það var þó ekki
fyrr en sumari'ð 1965, að mér gafst tækifæri til að gera rækilega
athugun á því. Það mun hafa verið dagana 24.—27. júlí. Ég hafði
að vísu gert eina atlögu á páskum 1964, en orðið frá að hverfa vegna
veðurs.
Möðruvellir liggja framarlega í Eyjafirði austanverðum, um það
bil 27 km veg framan Akureyrar. Hér er fornt og frægt höfuðból og
kirkjustaður, sem óþarft mun að kynna. Veðrátta í framanverðum
Eyjafirði er með bezta móti, enda engin tilviljun, a'ð þaðan eru
komnir elztu viðir úr fornum byggingum íslenzkum, og kann það
einnig að vera skýring á, að þetta gamla klukkuskýli skuli enn standa.
Kirkjan á Möðruvöllum er timburhús, byggt um 1848. Hún er eins
og að vanda lætur í miðjum kirkjugarði, sem umlykst af grjótgarði