Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 57
KLUKKNAPORTIÐ Á MÖÐRUVÖLLUM
57
á tvo vegu, suðurvegg og vesturvegg, en stólpagirðingu með vírstög-
um á milli norðan- og austanmegin. í miðjum vesturvegg stendur
klukknaportið. Ekki er að sjá, að portið hafi verið notað sem hlið.
Engin hurð er á því vestanmegin, hinsvegar er inngangur í kirkju-
garðinn vestarlega á norðurhlið hans og hefur snúið heim að bæ, en
hann stóð áður, þar sem fjósið er nú.
Nú skal uppbyggingu portsins lýst. Fjórir stöplar bera húsið uppi.
Fremri stöplar hallast ívið inn á húsið. Þeir hvíla á steinum. Að
framan og aftan eru þeir samantengdir neðan til með aurstokkum,
en til hliðanna skorðaðir af tveimur langslám rétt ofan við grunninn.
Nyrðri langsláin er með gróp í að ofanverðu, auðsýnilega seinni tíma
viðbót, sylla eða aurstokkur úr öðru húsi. Efra tengjast stöplarnir
með syllum til hliðar. Þær eru felldar í klofa ofan í stöplana og
mundu því samkvæmt fornri venju kallast dragsyllur. Á syllurnar
og hornstöplana eru síðan fjórir bitar hússins felldir. Sá fremsti og
aftasti eru viðaminni en hinir tveir og ganga ofan í stöplana, en
hinir tveir falla í gróp á syllur. Fremsti og aftasti loiti eru festii
niður með járnum. í bilin milli bitanna eru ramböld með klukkum
sett hornrétt á þá, járnásar rambaldanna leika í kengjum, sem reknir
eru ofan í bitana, sveifar fylgja. Bitar og stöplar eru kantsneiddir,
en á stöplunum hefur veðrið mætt rneira, og því eru sneiðingarflet-
irnir víða orðnir máðir, einkum sunnanmegin. Klukkur eru þrjár.
Sú í miðið er stærst og elzt, frá árinu 1769, sú fremsta er minnst og
næstelzt, frá árinu 1799, en sú aftasta er að stærð mitt á milli hinna
tveggja og yngst, frá árinu 1867. Þakið er ásþak. Mæniásinn ei
borinn upp af tveimur trjám, sem felld eru í blaði á enda ássins, en
hvíla á fremsta og aftasta bita miðjum. Tré þessi hallast inn á húsið
umþaðbil 10°, þannig að húsið er gaflsneitt. Tvíbyrt reisifjöl er lögð
á ásinn og fjalir, sem negldar eru á bitaendana. Yfir mæni er kjölur
lagður af tveimur fjölum. I bilið milli neðri súðar og kjöltrés eru
tréstykki sett, einnig er slíkum tréstubbum stungið í bilin, sem verða
við upsir. í hliðum hússins er grindarverk, sem nær niður til miðs,
en þar taka við kamparnir, sem einvörðungu eru hlaðnir úr grjóti.
Að baki grindarverks þessa er stoð sett undir syllu beggja rnegin.
Nyrðri stoðin er auðsæilega úr öðru húsi fengin, líklegast gamall biti.
Stoðin er greypt í langslána að neðan. Skástífur tvær ganga úr efri
hornum hliðveggjanna niður að stoð þessari, þar sem hún kemur
saman við langslána. Að framan og aftan er grindarverk alveg niður
að aurstokk. Rimlahurð er í portinu að aftan með járnum, hefur lík-
lega verið járnhespa og kengur á henni, en er nú horfin. Hurðin hef-