Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 63
KLUKKNAPORTIÐ Á MÖÐRUVÖLLUM
63
Ein er erlendis, hafði verið send út 1768 til umsteypingar. Hún
er hins vegar lcomin upp 1786, því að það ár stendur þessi setning
meðal annars: „Hvar með teljast 3jár kirkjunni tilheyrandi klukkur
á ramböldum hangandi í klukknaportinu, sem er nýtt og vel stand-
andi.“
Eftir þessari lýsingu að dæma virðist portið að mestu vera í upp-
runalegri gerð, fjórir stöplar eru þar enn, sem og 4 bitar. Hinir
tveir neðri bitar geta hæglega átt við þvertrén litlu neðar í grindar-
verkinu að framan og aftan, syllur eru þar, aurstokkar tveir, dyra-
stafir og grindarhurð. Að vísu er tala pílára milli néðri og efri bita
ekki sú sama, en pílárar eru það nú engu að síður og staðsetning
eins, sama er að segja um þverslár milli dyrustafa og stöpla, og auð-
vitað er súðþakið á sínum stað. Frábrugðið er innri gerð þaksins, tal-
að er um sperrur, sem fyrirfinnast þar ekki lengur, áfellur ekki held-
ur. Horfin eru líka miðsyllutrén.
Nú er tíðindalaust í 39 ár, en þá er portið byggt upp að nýju. Árið
1825 skrifast þessi klausa í kirkjustólinn: „Klukknaportið í vestur-
hliði kirkjugarðsins hefur að miklu leyti verið frá grundvelli (að
torfverkinu, sérdeilis að norðanverðu) vel endurbætt, hvar til bygg-
ing þessi hefur fengið stóra umbreyting til betrunar svoleiðis: að
klukkurnar, 3 að tölu, hljóðgóðar, hafa fengið ný ramböld járnbe-
slegin og tilhlýðilegar sveifar me'ð öðrum umkostnaði að trjávið frá
þeim, sem tillögðu, auk kirkjunnar“. Líklegt er, að hér hafi sperru-
þakið breytzt í ásaþak og verið gerðar aðrar þær breytingar frá 1781,
sem enn standa.
Þrettán árum síðar fær það „vandfýsilega og prýðilega endur-
bót“, eins og stendur í kirkj ustólnum 1838, og hefði einnig þá getað
átt sér stað einhver breyting, án þess að unnt sé að fullyrða nokkuð
um það.
Eftir þetta virðist engin gagnger endurbót fara fram, utan portið
fær grjótkampa í stað torfs 1881. Sjá má einnig, að eftir 1838 fær
kirkjuhaldarinn þráfaldlega hrós fyrir góða hirðingu á kirkjunni,
hún er oft bikuð, stundum árlega, og þá flýtur klukknaportið með að
sjálfsögðu, þó að þess sé ekki alltaf getið.
Árið 1857 stingur prófasturinn upp á því, að ein klukkan sé seld,
vegna þess að hún sé rifin. 1866 er getið aðgjörðar á klukknaporti,
en ekkert um það, hvers eðlis hún er éða hversu umfangsmikil. Og
1867 er auðsýnilega komin ný klukka í stað þeirrar rifnu, enda segir:
„Mismunur á verði gömlu klukkunnar, er steypt var upp, og hinnar