Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 64
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nýju 25 rkd og 52 skildingar“, ennfremur „kostnaður við að festa
nýju klukkuna upp“. Enda kemur það heim við áletrun yngstu klukk-
unnar.
Hér lýkur annál kirkjustólsins, og frekari heimildir skortir. Aug-
ljóst er þó, að þetta litla klukknahýsi hefur staðið næstum óbreytt í
185 ár, og þykir það mikill aldur úti á íslandi, þótt meginlandsmenn
myndu brosa við slíkum hégóma. En þannig er afstæði hluta og tíma:
hér höfum við fyrir augum elzta timburhús af íslenzkri gerð, ef frá
er skilinn skálinn á Keldum, sem enginn veit aldur á.
Annáll klukknaportsins.
Úr kirk.iustól Möðruvallakirkju 1749—1887.
1768 Tvær klukkur af misjafnri stærð hanga í framkirkjunni á
tveimur þverslám, heilar og hljóðgóðar. 3ju klukku á kirkjan
rifna, sem héðan er flutt til Stóra Eyrarlands í þeirri von hún
skyldi sigla og umsteypast.
1776 . . . . nema framundan kirkjudyrum hefur proprietarius látið
hlaða að nýju klukknaports kampa upp á sinn kost . . . . en
kirkj ugarðurinn .... lítt nýtur að undanteknum sáluhliðs
kömpum framundan kirkjudyrum.
1781 .... item hefur proprietarius látið byggja klukknaport með
4 stöplum, 4 bitum og 2 neðri bitum, syllum, áfellum, 2 sperr-
um og súðþaki mestanpart, 2 aurstokkum, 3 miðsyllutrjám
til beggja hliða, framan fyrir því eru dyrastafir, grinda
hurð á járnum aftur krækt, þar uppaf 3 pillárar millum bita
og 2 þverslár hvors vegar millum stöpla og dyrustafa.
1782 Klukknaporti'ð nýuppbyggt og þangað fluttar 2 klukkumar á
ramböldum.
1786 Hvar með teljast 3 klukkur kirkjunni tilheyrandi á ramböld-
um hangandi í klukknaportinu, sem er nýtt og vel standandi.
1825 Klukknaportið í vesturhliði kirkjugarðsins hefur verið að
miklu leyti frá grundvelli vel endurbætt, hvar við bygging
þess hefur fengið stóra umbreyting til betrunar svoleiðis: að
klukkurnar 3 að tölu hafa fengið ný ramböld járnbeslegin og
tilhlýðilegar sveifar með öðrum umkostnaði að trjávið frá