Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 65
KLUKKNAPORTIÐ Á MÖÐRUVÖLLUM 65
þeim, - sem tillög'ðu, auk kirkjunnar eigin spýtna tillegg-
ingar. ...
1826 Porthurðargrindin, sem til vesturs veit, er brotin og hjaralaus.
1838 .... ásamt það nýbyggða, ágæta klukknaport .... Klukkna-
portið hefur nú fengið nauðsynlega og prýðilega endurbót ....
fyrir bikun klukknaportsins tvisvar bæði tjara og verk 1 rd. -
56 sk.....nýr kólfur á aðra stóru klukkuna að járninu frá-
reiknuðu úr gamla kólfnum eftir reikningi smiðsins 1 rd. -
88 sk.
1839 Fyrir bikun klukknaportsins bæði tjara og verk 24 sk.
1840 ... . og ekkert þarf nú að sinni endurbótar nema sálarhliðs-
grindin er dottin frá og brengluð orðin .... Fyrir bikun
klukknaportsins og undirviðanna í því 1 rd.
1841 Kirkjugarður umhverfis er stæðilegur og klukknaportið er
vel bikað .... aðgjörð á kólfinum í litlu klukkunni 20 sk.
1844 .... hlaða syðri kamp og vegg klukknaportsins.
1847 Ný kirkja byggð, sú sem enn stendur.
1849 Fyrir bikun á klukknaportinu í 3 ár 2 rd.
Kirkjan sjálf ásamt klukknaportinu er vel bikuð.
1854 Kaðall til kirkjuklukku 8 sk.
1857 Ein af 3 kirkjuklukkum kirkjunnar, sem er rifin og óbrúkleg,
álítur prófasturinn að mætti seljast.
1858 Klukknaportsbikun — kaup 24 sk.
1863 Aðgjörð á annai’ri kirkj uklukkunni og járnspaða með fæði
smiðsins 3 rd. Úti gleymt í f. á. reikningi aðgjörð á hinni
kirkjuklukkunni með fæði smiðsins 84 sk.
1866 Fyrir bikun kirkjunnar og klukknaportsins 2 rd.
Kostnaður við klukknaportið 5 rd. — 84 sk.
1867 Mismunur á verði gömlu klukkunnar, er steypt var upp, og
hinnar nýju 25 rd. - 52 sk.
Kostnaður við að festa nýju klukkuna upp 3 rd. - 92 sk.
1872 í sálarhliðið vantar grindahurð, sem sóknannenn eiga til að
leggja. Klukknaportið þyrfti og að bikast.
1874 .... en klukknaportið þyrfti að bikast. .. .
1877 Klukknaportið er nú bikað.
1881 Lætur sóknarnefndin og hreppstjórinn, sem er við þessa skoð-
anagerð, í ljósi, að það sé ósk sóknarmanna að koma garðinum
upp úr grjóti á 3 vegu, einnig hlaða grjótstétt undir að vestan-
verðu, en fá síðan af fé kirkjunnar tréverk ofan á þá stétt.
5