Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 70
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dæmið virðist þá standa þannig: Þekktar eru fjórar nauðalíkar
sexstrendar bronsbjöllur, tvær fundnar 1 10. aldar gröfum á Islandi,
tvær á vesturströnd Englands og Skotlands, taldar af enskum forn-
fræðingum lítið eitt eldri, án þess þó áð það sé hægt að fullyrða. Ég
held nú, eftir að bjallan frá Meols er fram komin, að telja verði tví-
mælalaust, að íslenzku bjöllurnar séu fluttar hingað til lands frá
þessu menningarsvæði, strandhéruðunum við Irlandshaf. Hvort þær
eru keltneskar eða saxneskar skal ég láta ósagt, en get þess þó, að
Lethbridge taldi þær helzt keltneskar, en Bu’Lock segir: „the type
appears to be distinctively Celtic“. Sýnilega er hvorugur fræðimað-
urinn alveg viss í sinni sök, en almennt séð er þó vísast, að þeir hafi
rétt fyrir sér.
Ég sé ekki betur nú en að bjöllurnar frá Kornsá og Brú beri að
skoða í sama ljósi og hina skozk-keltnesku hringprjóna, sem eru svo
algengir me'ðal íslenzkra forngripa, en heita mega óþekktir á Norð-
urlöndum, svo sem ég hef grein fyrir gert í Kumlum og haugfé. Hvort
tveggja bendir til ríkra sambanda við sama menningarsvæði. Eftir-
tektarvert er, að þó nokkrir slíkir prjónar eru einmitt fundnir í
Meols, á sama stað og bjailan, sem heita má alveg eins og Kornsár-
bjallan.