Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 71
JÓN STEFFENSEN
ÁKVÆÐI KRISTINNA LAGA ÞATTAR
UM BEINAFÆRSLU
Eitt af mörgum atriðum, sem verður að meta, þegar tímasetja
skal forna kristna grafreiti hér á landi, eru eftirfarandi ákvæði í
kristinna laga þætti Grágásar, en þau hljóða svo í Konungsbók:
„Kirkja hver skal standa í sama stað sem vígð er, ef það má
fyrir skriðum, eða vatnagangi, eða eldsgangi, eða ofviðri, eða
héruð eyði að úr afdölum eða útströndum. Það er rétt að færa
kirkju, ef þeir atburðir verða. Það er rétt að færa kirkju, ef biskup
lofar. Ef kirkja er upp tekin mánuði fyrir vetur, eða lestist hún
svo, að hún er ónýt, og skulu lík og bein færð á braut þaðan fyrir
veturnætur hinar næstu. Til þeirrar kirkju skal færa lík og bein,
sem biskup lofar gröft að. Þar er maður vill bein færa, og skal
landeigandi kveðja til búa níu og húskarla þeirra, svo sem til skips-
dráttar, að færa bein. Þeir skulu hafa með sér pála og rekur, hann
skal sjálfur fá húðir til að bera bein í og eyki að færa. Þá búa
skal hann kveðja, er næstir eru stað þeim, er bein skal upp grafa,
og hafa kvatt sjö nóttum fyrr en til þarf að koma, eða meira mæli;
þeir skulu koma til í miðjan morgin. Búandi skal fara og húskarl-
ar þeir, er heilindi hafa til, allir nema smalamáður. Þeir skulu
hefja gröft upp í kirkjugarði utanverðum og leita svo beina, sem
þeir myndi fjár, ef von væri í garðinum. Prestur er skyldur að
fara til að vígja vatn og syngja yfir beinum, sá er bændur er til.
Til þeirrar kirkju skal bein færa, sem biskup lofar gröft að, þar
er rétt hvorts vill að gera eina gröf að beinum eða fleiri.“ (bls.
12—13).
Og um brot gegn þessum ákvæðum segir svo: „Ef landeigandi læt-
ur eigi færa bein svo sem mælt er, eða fara menn eigi til þeir er
kvaddir eru, og verður hver þeirra sekur þrem mörkum, og á land-
eigandi sök við þá, er kvaddir eru, en sá við hann, er vill. Stefna skal