Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 74
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dálkssyni, þá er klaustur var sett í Hítardal, um 1169 (Isl. fornr. III,
LXXXIV), og ætti þá kirkjugarðurinn að Völlum að hafa verið graf-
inn fyrir þann tíma. Hér er um hreina helgisögn að ræða, en þar
fyrir má það vera sannleiki, að garðurinn hafi verið grafinn og það
atriði einmitt tekið fram til þess að gefa helgisögninni trúleikasvip.
Grettis saga lýsir greftran Grettis og llluga svo: „Skeggi sonur
Gamla, en mágur Þórodds drápustúfs, en systursonur Grettis, fór
norður til Skagafjarðar með atgangi Þorvalds Ásgeirssonar og Is-
leifs, mágs hans, er síðan var byskup í Skálaholti, og samþykki alls
almúga og fekk sér skip og fór til Drangeyjar að sækja lík þeirra
bræ'ðra, Grettis og Illuga, og færðu út til Reykja á Reykjaströnd og
grófu þar at kirkju; og það til marks að Grettir liggur þar, að um
daga Sturlunga, er kirkja var færð að Reykjum, voru grafin upp
bein Grettis, og þótti þeim geysistór og þó mikil. Bein Illuga voru
grafin síðan fyrir norðan kirkju, en höfuð Grettis var grafið heima
að Bjargi að kirkju“ (ísl. fornr. VII, 269—270).
Hér er það lagt í vald almúgans að veita skógarmanni kirkjuleg,
sem í kristinna laga þætti er aðeins á valdi biskups. Hugsazt getur,
að svo hafi verið fyrir samþykkt þáttarins, en trúlegra er, að það
hafi alltaf verið á valdi kirkjunnar einnar. Ennfremur er þáð tor-
kennilegt, að hauskúpa Grettis, ein beina þeirra bræðra, er grafin
að Bjargi. Bein eru ekki það erfið í flutningi, að ekki hefði mátt
flytja þau öll, ef ástæða hefur þótt til, að þau hvíldu frekar að Bjargi
en Reykjum. Svo virðist sem höfundi sögunnar hafi verið kunnar
sagnir um það, að höfuð Grettis, eitt beina þeirra bræðra, hvíli að
Bjargi og hann hafi ennfremur þekkt örnefnið Grettisþúfa á Stóra-
sandi. Upp úr þessu ver'ður svo til hjá honum sagan um hið sérkenni-
lega flakk með höfuð Grettis. Þorbjörn öngull hafði höfuð Grettis
með sér úr Drangey og geymdi það í salti yfir veturinn heima hjá
sér í Grettisbúri í Viðvík; síðan reiðir hann höfuðið í Miðfjörð
og setur það niður á stofugólfið að Bjargi fyrir Ásdísi móður Grettis.
En er Þorbirni tekst ekki að heyja féránsdóm eftir Illuga, tekur hann
höfúð Grettis og ætlar nú að hafa það með sér til Alþingis, en á
leiðinni til þings er hann talinn á að gera það ekki, og grefur hann
þá höfuðið í sandþúfu eina, Grettisþúfu. Síðan segir ekki af höfðinu,
fyrr en kirkjugarðurinn á Reykjum er grafinn, um daga Sturlunga,
þá er það grafið aftur að Bjargi, en hin beinin að Reykjum. Þess
er hvergi getið, að höfuðið hafi verið flutt úr Grettisþúfu, og raunar
heldur ekki sagt um önnur bein Grettis hvar þau voru grafin að
nýju, aðeins teki'ð fram, að bein Illuga voru grafin fyrir norðan