Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 74
74 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Dálkssyni, þá er klaustur var sett í Hítardal, um 1169 (Isl. fornr. III, LXXXIV), og ætti þá kirkjugarðurinn að Völlum að hafa verið graf- inn fyrir þann tíma. Hér er um hreina helgisögn að ræða, en þar fyrir má það vera sannleiki, að garðurinn hafi verið grafinn og það atriði einmitt tekið fram til þess að gefa helgisögninni trúleikasvip. Grettis saga lýsir greftran Grettis og llluga svo: „Skeggi sonur Gamla, en mágur Þórodds drápustúfs, en systursonur Grettis, fór norður til Skagafjarðar með atgangi Þorvalds Ásgeirssonar og Is- leifs, mágs hans, er síðan var byskup í Skálaholti, og samþykki alls almúga og fekk sér skip og fór til Drangeyjar að sækja lík þeirra bræ'ðra, Grettis og Illuga, og færðu út til Reykja á Reykjaströnd og grófu þar at kirkju; og það til marks að Grettir liggur þar, að um daga Sturlunga, er kirkja var færð að Reykjum, voru grafin upp bein Grettis, og þótti þeim geysistór og þó mikil. Bein Illuga voru grafin síðan fyrir norðan kirkju, en höfuð Grettis var grafið heima að Bjargi að kirkju“ (ísl. fornr. VII, 269—270). Hér er það lagt í vald almúgans að veita skógarmanni kirkjuleg, sem í kristinna laga þætti er aðeins á valdi biskups. Hugsazt getur, að svo hafi verið fyrir samþykkt þáttarins, en trúlegra er, að það hafi alltaf verið á valdi kirkjunnar einnar. Ennfremur er þáð tor- kennilegt, að hauskúpa Grettis, ein beina þeirra bræðra, er grafin að Bjargi. Bein eru ekki það erfið í flutningi, að ekki hefði mátt flytja þau öll, ef ástæða hefur þótt til, að þau hvíldu frekar að Bjargi en Reykjum. Svo virðist sem höfundi sögunnar hafi verið kunnar sagnir um það, að höfuð Grettis, eitt beina þeirra bræðra, hvíli að Bjargi og hann hafi ennfremur þekkt örnefnið Grettisþúfa á Stóra- sandi. Upp úr þessu ver'ður svo til hjá honum sagan um hið sérkenni- lega flakk með höfuð Grettis. Þorbjörn öngull hafði höfuð Grettis með sér úr Drangey og geymdi það í salti yfir veturinn heima hjá sér í Grettisbúri í Viðvík; síðan reiðir hann höfuðið í Miðfjörð og setur það niður á stofugólfið að Bjargi fyrir Ásdísi móður Grettis. En er Þorbirni tekst ekki að heyja féránsdóm eftir Illuga, tekur hann höfúð Grettis og ætlar nú að hafa það með sér til Alþingis, en á leiðinni til þings er hann talinn á að gera það ekki, og grefur hann þá höfuðið í sandþúfu eina, Grettisþúfu. Síðan segir ekki af höfðinu, fyrr en kirkjugarðurinn á Reykjum er grafinn, um daga Sturlunga, þá er það grafið aftur að Bjargi, en hin beinin að Reykjum. Þess er hvergi getið, að höfuðið hafi verið flutt úr Grettisþúfu, og raunar heldur ekki sagt um önnur bein Grettis hvar þau voru grafin að nýju, aðeins teki'ð fram, að bein Illuga voru grafin fyrir norðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.