Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 79
ÁSGEIR ÓLAFSSON
frá Lindarbæ
JÖLGEIRSST AÐIR
I.
Flestir þeir, sem fara aðalþjóðveginn þvert yfir Holtin, milli
brúnna á Þjórsá og Ytri-Rangá, eða öfugt, munu veita athygli dá-
litlu uppblásnu svæði, sunnan vegarins, austan Steinslækjar. Heitir
þar Selsandur. Þó að enn fjúki úr fáeinum rofum og moldarbörðum
í útjöðrunum, er mestur hluti sandsins fyrir nokkuru orðinn örfoka,
og síðustu tuttugu árin hefir hann gróið upp til mikilla muna, einkum
sunnan til, en norðursvæði hans á enn örðugt uppdráttar.
Hinu veita færri ferðamenn athygli, að sunnarlega á sandinum
er hrúka eða þúst, ekki allmikil. Eru þetta einu leifarnar, sem eftir
eru af hinum forna jarðvegi, um miðbik sandsins, og hefir þó hrúk-
an sett allmjög ofan, frá því er ég man fyrst eftir. Var hún þá stór-
um víðáttumeiri og hærri. Kollurinn vaxinn valllendis- og töðugresi,
og vottaði fyrir tóftum og hleðslu. Nú sést ekki lengur töðugresi á
þessum stað, og tóftabrot og hleðslur horfnar með öllu. Þó getur
verið, að norðvestan í votti fyrir undirstöðu að hleðslu, úr grágrýti,
sem þá hefir verið djúpt í jörðu, meðan hinn forni gróður hélt sér.
Norðurhlið hrúkunnar er þverhnípt uppblástursbarð, sem enn
fýkur úr öðru hverju. Neðarlega í barðinu er sandsteinsbrún, og er
það hún og jafnframt hið aðflutta grágrýti, sem var í hleðslunum,
sem hafa varnað því, að hrúkan er ekki fyrir löngu horfin með
öllu. Suður af er aflíðandi halli eða rani nýuppgróinn.
Þegar ég kom þarna næstsíðast, fyrir rúmum fjörutíu árum, var
hrúkan, eins og fyrr segir, miklu hærri og stórum stærri um sig,
eiginlega myndarlegasti hóll á sandinum. Brúnirnar uppblásnar allt
í kring og örfoka sandur næsta umhverfið. Það er eins og flett hafi
verið ofan af kollinum og því slengt suður af og þann veg myndazt
aflíðandi hallinn, sem áður er getið, og hann síðan fengið tóm til að
gróa upp. Lengra suður af hallanum virðist gróinn upp sandgárinn
suður í mýrina, sem varð til um og upp úr 1918.