Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 79
ÁSGEIR ÓLAFSSON frá Lindarbæ JÖLGEIRSST AÐIR I. Flestir þeir, sem fara aðalþjóðveginn þvert yfir Holtin, milli brúnna á Þjórsá og Ytri-Rangá, eða öfugt, munu veita athygli dá- litlu uppblásnu svæði, sunnan vegarins, austan Steinslækjar. Heitir þar Selsandur. Þó að enn fjúki úr fáeinum rofum og moldarbörðum í útjöðrunum, er mestur hluti sandsins fyrir nokkuru orðinn örfoka, og síðustu tuttugu árin hefir hann gróið upp til mikilla muna, einkum sunnan til, en norðursvæði hans á enn örðugt uppdráttar. Hinu veita færri ferðamenn athygli, að sunnarlega á sandinum er hrúka eða þúst, ekki allmikil. Eru þetta einu leifarnar, sem eftir eru af hinum forna jarðvegi, um miðbik sandsins, og hefir þó hrúk- an sett allmjög ofan, frá því er ég man fyrst eftir. Var hún þá stór- um víðáttumeiri og hærri. Kollurinn vaxinn valllendis- og töðugresi, og vottaði fyrir tóftum og hleðslu. Nú sést ekki lengur töðugresi á þessum stað, og tóftabrot og hleðslur horfnar með öllu. Þó getur verið, að norðvestan í votti fyrir undirstöðu að hleðslu, úr grágrýti, sem þá hefir verið djúpt í jörðu, meðan hinn forni gróður hélt sér. Norðurhlið hrúkunnar er þverhnípt uppblástursbarð, sem enn fýkur úr öðru hverju. Neðarlega í barðinu er sandsteinsbrún, og er það hún og jafnframt hið aðflutta grágrýti, sem var í hleðslunum, sem hafa varnað því, að hrúkan er ekki fyrir löngu horfin með öllu. Suður af er aflíðandi halli eða rani nýuppgróinn. Þegar ég kom þarna næstsíðast, fyrir rúmum fjörutíu árum, var hrúkan, eins og fyrr segir, miklu hærri og stórum stærri um sig, eiginlega myndarlegasti hóll á sandinum. Brúnirnar uppblásnar allt í kring og örfoka sandur næsta umhverfið. Það er eins og flett hafi verið ofan af kollinum og því slengt suður af og þann veg myndazt aflíðandi hallinn, sem áður er getið, og hann síðan fengið tóm til að gróa upp. Lengra suður af hallanum virðist gróinn upp sandgárinn suður í mýrina, sem varð til um og upp úr 1918.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.