Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 83
JÓLGEIRSSTAÐIR 83 Odda.7 Nú var Helgi, bróðir Hrafns, vísast tengdasonur Jólgeirs og því fráleitt, að Hrafn hefði selt jörðina undan honum eða af- komendum hans. Ef Brynjúlfur frá Minna-Núpi hefir ekki slengt saman tveimur óskyldum sögum, þá virðist sagan hjá honum, eink- um endahnykkurinn, beinlínis benda til þess, að hún sé sögð til dýrðar Oddastað einum. I sóknarlýsingu sinni segir séra Brynjólfur enn fremur: — „Jól- geirsstaðir, á að gizka 200 faðmar austur-landnorður frá Seli, er gömul eyðijörð blásin í sand; þar bjó Jólgeir landnámsmaður, bróðir Ráðorms. í munnmælum er, að hann hafi þar dáið kerlingar- dauða og verið heygður austur á ásnum; þar sjást þó lítil merki til; áður en hann dó, á hann að hafa borið gullkistu sína í Gull- kistudý þar undir ásnum og lagt stóra hellu yfir“—8 Vigfús Guðmundsson, bóndi í Seli, segir þessa sögu nákvæmlega eins, en bætir við: „Gullkista Jólgeirs átti að koma upp á yfirborð dýsins sjöundu hverja Jónsmessunótt, en enginn hefir haft þolin- mæði til að standa svo lengi á verði. Einhverju sinni í fyrndinni varð smaladreng einum frá Seli gengið framhjá dýinu á Jónsmessunótt. Var kistan þá uppi og opin. Sýndist honum lauf ein í henni. Tók hann nokkur af rælni og stakk í vasa sinn. En um morguninn, er hann sýndi fólkinu þau til sannindamerkis, voru þau orðin að pen- ingum, á stærð við tveggja krónu pening, en enginn kunni að meta gildi þeirra. Ekki sáust heldur nein merki kistunnar, þegar að var gætt“. Og enn segir Vigfús: „Uppi á ásnum, suðaustur af sauðahúsunum frá Seli, en vestur af Breiðaviki, er Haugsholt, og efst á því er ein- kennileg þúfa, er heitir Haugsholtsþúfa. Undir þeirri þúfu átti Jól- geir að hafa grafið peningakistil sinn. Eru sagnir um, að tvisvar hafi verið grafið í þúfuna, en í bæði skiptin orðið að hætta við það, sakir þess, að þá sýndist bærinn á Seli allur í ljósum loga. Þess sést glögg merki, að þarna hefir verið grafið, því laut er við þúfuna, eða í henni, enn þann dag í dag“. 7 Landnáma, útg. 1909, bls. 208. 8 1 fornleifaskýrslu sinni frá 1818 hafði séra Brynjólfur áður sagt frá Jólgeiri á þessa leið: „Fyrir austan bœinn Sel er sagt að Jólgeir, sem fyrstur bjó á Jólgeirsstöðum (sem nú eru eyddir af sandfoki eftir spásögn hans), eigi að vera heygður. Peningakistu sinni á hann að hafa sökkt niður í fen þar fyrir austan, en heitið, að sá drengur, sem kallaður yrði eftir honum í skírninni, skyldi finna hana aftur og njóta vel. Af þessum sökum ætluðu hjón nokkur (á Áshóli) fyrir nokkrum árum að láta son sinn ungan heita Jólgeir, en prest- urinn, sem þá var, en nú er dáinn, kom í veg fyrir það, af því að hann taldi það heiðið nafn".
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.