Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 87
JÓLGEIRSSTAÐIR
87
eigi „klockur ij komu ur Ase“.12 Nú er að vísu ekki alveg víst, að
hér sé átt við Ás í Holtum, því fleiri Ásjarðir eru til. En ef búið
hefir verið að sameina Jólgeirsstaðakirkju og Áskirkju, eins og ætla
má að verið hafi, þá gat einmitt Ás í Holtum verið aflögufær á
kirkj uklukkur og hjálpað Hróarsholti um þær; það hefðu getað
verið klukkur frá Jólgeirsstöðum.
3) Árið 1270 var Áskirkja ein þeirra kirkna, er greiða skyldi
osthleif í skatt að Odda.13 Magnús Már Lárusson prófessor hefir
bent mér á það veigamikla atriði, að um 1397, samkvæmt Vilchinsbók,
sé Áskirkja eina kirkjan úr þeim hópi, sem ekki þurfti að greiða
osthleifs-gjaldið.14 Það virðast því einhver viðskipti hafa átt sér
stað á þessu hundrað ára tímabili milli Áss og Odda. Mætti vel
vera, að einmitt á þeim tíma hafi verið sameinaðar Áskirkja og Jól-
geirsstaðakirkja, meira að segja það snemmendis, að ekki hafi þótt
tíðindum sæta, að Áskirkja var ein eftir á þessum slóðum, en hin
horfin, þá er máldaginn var saminn. Mætti enn fremur vel vera, að
eitthvað meira eða minna úr kirkjunni á Jólgeirsstöðum hafi í nafni
Áskirkju verið flutt að Odda sem fullnaðargreiðsla fyrir ostana og
notað þar.
IV.
Eins og fyrr segir, er Jólgeirsstaðakirkju ekki getið í Vilchins-
máldaga. En kirkjan í Ási er þar skráð og er þá harla vel efnuð.15
Hún á inventarium og búnað ágætan. Hún á reka fyrir Þykkvabæj-
arlandi, sem Kolbeinn bóndi gaf henni, og fjórðung í öllum skógum,
sem fylgja Næfurholti. Þuríður, sem sennilega hefir verið dóttir
Kolbeins, hafði og gefið kirkjunni forkunnarfagrar dýrindis gjafir.
Enn fremur átti kirkjan kvikfénað.
Meðal eignanna voru Péturskýr og sex Pétursær. Telur prófessor
Magnús Már Lárusson ekki ólíklegt, að þessi fénaður hafi verið
kominn frá Jólgeirsstöðum og kirkjan þar hafi þá verið helguð Pétri
postula. En á honum hafði fornkirkjan miklar mætur. (Ég hef áður
minnzt á Maríu drottningu í þessu sambandi, og hefur hún vel getað
ráðið húsum þar ásamt Pétri).
En jörð átti Áskirkja enga.
I máldögum Skálholtsstóls, sem taldir eru hafa verið skrifaðir
12 DI IV, bls. 95.
13 DI II, bls. 88.
14 DI IV, bls. 61—62.