Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 93
JÓLGEIRSSTAÐIR
93
átti að greiða: „item a Raudalæk ij bænuskugillde og kapla hundrað
þar til“30 (Eftir því hefir verið bænahús á Syðri-Rauðalæk, á Efri-
Rauðalæk var kirkja). Síðar meir kom þessi jörð fram sem 20 hdr.
jörð.
Bréf þessi, sem samin eru nokkurn veginn hvert á eftir öðru, á
rúmlega hálfrar aldar tímabili (54 ár), eiga það öll sameiginlegt,
að þar er hvergi minnzt á Jólgeirsstaði, hvorki til né frá. Hefur því
ekki getað valdið nema ein ástæða og hún veigamikil. Með þeim er
í rauninni skjalfest, að jörðin Jólgeirsstaðir hefir alls ekki verið til
sem sjálfstæð eign á þeim tímum, heldur horfin inn í Áseignina að
fullu og öllu, með öllum sínum gögnum og gæðum, sennilega löngu
fyrr.
Og að svo hafi verið, staðfesta að fullu og öllu, svo ekki verður
um villzt, uppskriftir af tveimur máldagabrotum, báðar skrásettar
um sama leyti.
f máldagabók Guðbrands biskups Þorlákssonar er skrá yfir
kirkna eignir o. fl. í Skálholtsbiskupsdæmi, skrifuð á Hólum um
1590. Stendur þar meðal annars þetta: „kirkian j Ase j holtum a
ij malnytu kug/.Mi eina eyði Jorð, garðurinn xlyiic“.
Frá dögum Odds biskups Einarssonar í Skálholti er frumrit í
British Museum Add. 11, 245 4to (F. M. 402), bls. 215—216. Af-
ritið í Þjóðskjalasafni er með svofelldri athugasemd: „hefir verið í
máldagabók Odds bps 51—62 bl“.
Máldaga-uppskriftin er svohljóðandi:
„As 1590
kirkian at asi a xijc j frijdum peningum er þad mest allt kugilldi.
jord þá er Jolgeirstader hafa heitit xxc ad dyrleika. hefur j eydi
leigit vel 100 ar. Á hun solvafioru jtak a stokkseyri firir einn
mann“31
Eins og flestallar aðrar máldaga-uppskriftir vísa þessar tvær langt
aftur í tímann, hve langt aftur er þó ekki hægt að fullyrða um. En
það er þýðingarmikil upplýsing í Hóla-uppskriftinni, að garðurinn
í Ási eða heimajörðin þar hafi verið 47 hdr. Það er mjög nálægt
því sem hún var bókfærð síðar ásamt kotunum. Sýnir það ljóslega,
að æðilangt er síðan hjáleiguskipaninni, svipáðri því sem hún þekkt-
ist síðar, hefir verið komið á þar um slóðir.
Frásögn Hólamanna um eyðijörðina fellur alveg saman við upp-
30 DI VIII, bls. 805.
31 Afrit dr. Jóns Þorkelssonar: Skjöl frá tið Odds bps Einarssonar 1589—1630.
Þjsks. Böggull 1.