Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 97
JÓLGEIRSSTAÐIR
97
er mikilsvert. Þar með er staðfest opinbert mat á Áseigninni með
ítökum kirkjunnar, í fjöru eða reka, skógarítaki og Jólgeirsstöðum
eitt 100 hundruð á landsvísu.
Þá er það mjög þýðingarmikil upplýsing, að sóknin sé staðurinn
með hjáleigum, sem bendir til að svo hafi lengi verið og engin
breyting verið á sóknarskipuninni um það leyti eða síðar, eins og
fyrr segir.
Ekki er fullljóst, hvort Jólgeirsstaðir hafi verið í ábúð. Liggur þó
beinlínis við að ætla, að Brynjólfur biskup hafi talið, að svo væri.
Mætti og vel vera, að Markús sýslumaður Snæbjörnsson hafi haft
þar annað bú, eða haft hennar not á annan hátt. En hann mun
hafa verið síðasti stórbóndinn í Ási að fornum sið, umsvifamikill
fésýslumaður. Meðal annars lét hann sjálfur stunda veiðar í Steins-
læk, fyrir landi Ástorfunnar og Efri-Hamralandi. Ef Markús hefir
haft bú á Jólgeirsstöðum eða nytjað hana á annan hátt var handhægt
að stunda veiðar þaðan í efri hluta lækjarins. Ekki er heldur hægt
annað að sjá en allt hafi verið í lagi með hana 1668, þar sem hún
er nákvæmlega og rétt staðsett, nema það, að „dýrleika á henni
vita menn nú ekki“, sem ekki var heldur að furða, samkvæmt því
sem hefir verið haldið fram hér að framan, að þeir Ásbændur hafi
jafnhliða búið á Jólgeirsstöðum eða notað hana til einkaþarfa á
sama hátt og önnur ítök Áskirkju, skógarítakið og fjöruna. Eða
þeir höfðu þar á aðra skipan, eftir því sem þeim bauð við að horfa
hverju sinni.
Bókun biskupsins var hin allra þýðingarmesta fyrir eigendur Ás-
torfunnar, eins og síðar kom í ljós. Með þessari setningu, „dýr-
leika á henni vita menn nú ekki“, innlimaði biskup hundraða-
tölu Jólgeirsstaða, hver sem hún hefir verið í upphafi, að fullu og
öllu í hundraðatölu heimajarðarinnar í Ási, eigendum torfunnar til
fullra umráða. Eftir þessa vísitazíugerð gat hvorki Brynjólfur
biskup né neinn eftirmanna hans, þótt þeir hefðu haft vilja til
þess, gjört neina ákveðna jarðeignakröfu á hendur jarðareigend-
unum í Ási, nema einhver ný og sterk gögn kæmu í leitirnar. Ekki
var heldur hægt að fara eftir kirkjukúgildafjölda, því kirkjur
gátu fyrrum eignazt búpening á ýmsan hátt eins og aðra muni og
haldið honum við öldum saman. Iiundraðatala Ástorfunnar var eitt
hundrað hundraða á landsvísu og Jólgeirsstaðir þar í taldir, norðast
í Ásjarðarlandi.
Enn er það þýðingarmikið, í vísitazíugerðinni 1668, að Markús
sýslumaður auglýsti (sennilega í Þjóðólfshaga) Jólgeirsstaði Ás-
7