Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 98
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kirkju eign „eftir gamalli máldagaskrá“. Samkvæmt áður sögðu, er
hér efalítið um máldagaskrána 1491—1518 = DI VII, 41, að ræða.
Ef það hefði verið samkvæmt sérstöku gjafabréfi öðru eða vísitazíu-
gerð einhvers fyrrverandi biskups, hefði Brynjólfur biskup undan-
dráttarlaust getið um það til skýringar. Nákvæmni hans í þeim
sökum er við brugðið og það með réttu. Eins hefði mátt ætla hon-
um að segja frá því, að Jólgeirsstaðir væru í eyði, ef hann hefði
vitað það.
f rauninni er ekki hægt að verjast þeirri hugsun, að þeir Ásmenn
hafi um langan aldur, með hægð og lagni, farið í kringum biskup-
inn í Skálholti og smám saman innbyrt Jólgeirsstaði í Ástorfuna
sem sína eign, en ekki kirkjunnar, þótt svo yrði að standa á pappírn-
um. Þessi sami andi svífur áþreifanlega yfir vötnunum í Ási
1748, þegar byrjað er á kirkjubók þar. Segir þar fyrst frá konungs-
tilskipuninni um bókhaldið, þá er útdráttur úr fyrri máldögum og
vísitazíum, meðal annars þetta: — ,,Ur vísitatíubók Mag. Brynjólfs
1668. Jólgeirsstaða dýrleika vita menn ekki (og ecke aö hún eigi neitt
í Heimalandi)S(t hún (kirkjan að Ase) á að eiga eptir gamalli mál-
dagaskrá sem Markús Snæbjörnsson auglýsti“. — Forráðamanni
kirkjunnar og eiganda Ástorfunnar, sem þá var að verða, Einari
Jónssyni, hefir þótt tryggara að taka það fram, sem innan sviga
stendur. Hann hefir viljað gjöra hreint fyrir sínum dyrum og ekki
viljað eiga neinar landakröfur yfir höfði sér. Enda var eftir því
farið við andlát hans.
VIII.
í skrá gerðri í Skálholti um kirkjur í bændaeign í Skálholtsstifti
árið 1685, stendur þetta: „Ás er bóndaeign LL, kirkjan á Jólgeirs-
staði, nú á sandi standandi“. Hér er í fyrsta skipti minnzt á upp-
blástur á þessum slóðum. En vitaskuld er ekki hægt að sjá af þess-
ari skrá, hvort jörðin hefir þá verið í ábúð eða ekki.
Tveimur árum áður eða 12. júlí 1683 undirritaði að Öxará Gísli
Magnússon sýslumaður á Hlíðarenda (Vísi-Gísli) ásamt tveimur
lögréttumönnum úr Rangárþingi og umboðsmanni Skálholtskirkj u
Rangárvallasýslu jar'öa, landskulda og kúgilda reikningsbók, og var
hún samin með góðra manna tilstyrk. Nú þótt þessi reikningsbók
hafi aldrei verið notuð svo vitað sé, gefur hún allgóða yfirsýn um
3 0 Undirstrikað af mér. Á. Ó.