Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 103
JÓLGEIRSSTAÐIR 103 búviti þess eiganda Ástorfunnar, sem skipti henni í hjáleigur og heimajörð. Norðurhluti eignarinnar varð hjá honum þrjár hjáleig- ur, að samanlögðu 27 hundruð. Suðurhlutinn nákvæmlega eins, þrjár hjáleigur, að samanlögðu 27 hundruð. Heimajörðin síðan miðsvæðis, ásamt kotunum, sem nánast sagt voru í túninu og ýmist í ábúð eða ekki, og fór hundraðstalan þar dálítið eftir aðstæðum. Að nú- tíma hætti mundi sagt, að með þessu hefði verið komið á jafn- vægi í byggð landsins, og er það mála sannast. En þessu hefir ekki verið hægt að koma á nema því aðeins að báðar eignirnar væru í eigu sama mannsins eða ættarinnar, eins og minnzt er á hér að framan, og hefði svo þurft að vera um nokkurt árabil sakir þess, að nokkurn tíma hefir þurft til að undirbúa samruna sóknanna, þótt ekki væri annað. Hundraðatölu hjáleignanna var aldrei breytt en jarðarhundraðatölu Ástorfunnar (lækkun á heimajörðu) var breytt í tillögum að jarðarbókum 1760, 1803 og eins í hinni stað- festu jarðabók 1861. í tveimur hinum fyrri er hundraðatala Ás- torfunnar níutíu hundruð, en í hinni síðustu er hún talin 93 hundr- uð, „að fornu mati“. Tvær hinar síðastnefndu geta Jólgeirsstaða að engu. Þetta þýðir aftur á móti það, að þegar áðurnefndar hjáleigur, norðast í Ásjarðarlandi, tuttugu og sjö jarðarhundruð, voru orðn- ar hjáleigur frá Ási, þá var þar ekkert rúm fyrir eitt býlið enn. Með öðrum orðum: jörðinni Jólgeirsstöðum var hreinlega byggt út af Ástorfunni, þ. e. hún var af ráðnum hug lögð niður, en fór raun- verulega ekki í eyði. Þess vegna fylgdi nafninu síðar meir engin jarð- eign, nema ef til vill tóftirnar á gamla kirkjustaðnum. Þær hefir bóndinn í Ási kunnað að notfæra sér, eins og fyrr segir, og að lokum voru þær nýttar á annan hátt. Á Þjóðólfshagaþingi 28. maí 1794 þinglýsti Eiríkur Sveinsson í Ási eignarhald Áskirkju á Jólgeirsstöðum, um leið og hann þing- lýsti eignarrétt sinn á ábúðarjörð sinni, heimajörðinni í Ási.41 Hvort hann hefir enn notað haustbeit á Jólgeirsstöðum eða haft önn- ur afnot jarðarinnar, t. d. veiði, er ekki vitað. En norðurhjáleigurn- ar Ásmundarstaðir, Sel og Áshóll voru um þetta leyti gengnar úr eigu Ásbóndans, en hann hefir sennilega viljað nota sér íhlutunar- rétt, sem umráðamaður jarðarinnar, á norðurhluta torfunnar. Hve lengi íhlutun Ásbóndans hefir staðið á þessum slóðum, skal ósagt látið. Það bjuggu myndarbændur og atkvæðaríkir á þessum jörðum (norðurhluta) framan af og lengstum alla nítjándu öldina. 41 Dómabók Rangárvallasýslu 1794.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.