Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 107
JÓLGEIRSSTAÐIR 107 lega í skyn, að gárinn hefur verið að blása upp, en fjarri því að vera orðinn örfoka. Og enn má bæta við gleggri lýsingum. Ókostum hjáleignanna í norðurhluta Ástorfunnar er þetta ár 1709 lýst á þessa leið:44 Hóll: „Engjum spillir Steinslækur og ber uppá þær grjót og sand nær vatnavextir eru og í ísaleysingu rífur grasrót af“. Sel: „Slægjum spillir Steinslækur ut supra um Hól segir. Engja- vegur ærið blautur". ÁsmundarstaÓir: „Engjum spillir Steinslækur eins og á Seli; á engjar er vegur torfær og mjög blautur. Það er eins og þeim í Ási hafi fatazt hér í bæninni alveg óvart: Hvers vegna er ekki Jcvartað undan uppblæstri og sandfoki í Seli, röskum tvöhundruð föðmum vestur af tóftunum á Jólgeii'sstöðum? Tvær ástæður hafa getað valdið þessu. Hin fyrri er sú, að þeim Þorláki í Seli og Bjarna í Ási, hafi láðst að geta um þetta. Er það, satt að segja, hin allra ótrúlegasta gleymska frá þeirra hendi, á hinum siðustu og verstu tímum þeirra daga, og sennilega alveg óhætt að strika hana út. Hin ástæðan er sú, að ekki hafi verið um þetta getið sakir þess að þessi ókostur hafi þá ekki verið fyrir hendi, það er, ekkert af hinum síðari tíma Selsandi hefir þá raunverulega verið til. og ekki heldur farið að blása upp austur við Svartabakka, en hingað til hef- ur því almennt verið trúað, að uppbiásturinn hafi byrjað þar. Ef svo hefði verið. hefði sandbylurinn gnauðað á Seli. Aftur á móti hafa landshættir verið þannig, að meðan skemmdirnar voru aðeins aust- an í Jólgeirsstaðaholtinu, hafa engin óþægindi orðið vestan við það. Og í sjálfu sér jarðspjöllin verið svo lítil, að ekki hefir þótt fært að flytia áhrif þeirra að Seli. að því sinni. Samkvæmt lýsingu Jarðabókar Á. M., virðist því mega staðsetja landspjöilin á Jólgeirsstöðum nokkurn veginn nákvæmlega. Það hefir verið örmjó ræma, í mesta lagi 200 til 300 metra löng, austan í holtinu og alls ekki náð það langt í norður eða norðaustur, að áfok hafi borizt að Seli. Sennilega hefir skemmdin náð fyllilega suður á móts við bæjarstæðið og ef til vill verið mest austast í tóftunum sjálfum. Mun ekki fjarri lagi að telja, að skemmd þessi hafi aukizt stórkostlega, ef ekki meginhluti hennar hafi orðið til á harðinda- og kuldatímabilinu mikla 1670 til 1705. Svo mikið er víst, að á því tímabili hefir, eftir þeim gögnum sem fyrir hendi eru, víða 44 Jb. A. M., 365—366.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.