Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Blaðsíða 109
JÓLGEIRSSTAÐIR
109
nokkurs konar arftaki eða framhald Jólgeirsstaða, eða hinir nýj-
ustu eða yngri Jólgeirsstaðir. Mátti það vel til sanns vegar færa, þó
að engir leyniþræðir lægju á milli heimajarðarinnar Áss og hjáleig-
unnar Sels, eftir að það varð sjálfstæð jörð, eins og bent hefir verið
á hér á undan. Bærinn sjálfur var örskammt frá gamla bænum á
Jólgeirsstöðum, þar af leiðandi varð jafnbezt undir bú í Seli allt
árið af öllum jörðum í Ástorfunni, kostir Jólgeirsstaða færðust yfir
þangað og hafa haldizt þar við. — Jafnframt sýnir frásögn prests
um höfuðkúpuna, sem hann sá sjálfur og áður er minnzt á, að spill-
ing hefir verið komin í austurhlið Bæjarholtsins, í kirkjugarðinn
og útihúsin.
Reynslan sýnir og, að búin á Seli hafi lengstum verið stærri þar
en á hinum jörðunum, að undantekinni heimajörðinni sjálfri, allt
frá 1709; þá var þar til dæmis stærra bú en hjá Ásbóndanum sjálf-
um. Og bændurnir í Seli einna mest metnir. í sömu átt bendir og
það, að þegar prestmötunni var skipt á jarðirnar, átti heimajörð-
in að greiða 35 hundruð á landsvísu, Sel 15, en hinar hjáleigurnar
7, þar af kotin tvö 10 pund smjörs hvert. Þessi skipting hefir ef til
vill byggzt á eldra fyrirkomulagi, en þá hirti Ásbóndinn allar leig-
ur eftir kirkjugjaldi og galt prestinum eitt hundrað í fríðu eftir
samkomulagi. Kúgildunum skipti hann á hjáleigubændurna, og að
mest kom í hlut Sels sýnir, að sú hjáleiga hefir verið talin bezt
til ábúðar, því það er auðsætt, að hundraðatala hjáleignanna hefir
alls ekki komið til greina við þessa skiptingu.
Guðmundur Hróbj artsson í Hellnatúni, sem áður hefir verið nefnd-
ur og fylgzt hefur með þróuninni, allt frá því um 1870, segir svo
frá: I hans ungdæmi var Selsandur miklu minni en liann er nú.
Sunnan við Lænuna, sem rennur vestur sandinn úr Haldgili, var Bæj-
arholtið að mestu gróið, aðeins komnir smágárar í austurhlið þess
og undirlendið þeim megin blásið burt, suður-fyrir bæjartorfuna
og þá vestur með. Kringum bæjartóftirnar, sem enn voru glöggar
allt norður að Lænunni, var stærðar torfa, en blásin í brúnum. Norð-
an Lænunnar var allt uppblásið austast og vestur undir miðbik
Borgarholts og geilar vestur í það. Var mikið af þessu örfoka, en þó
voru víða smárof og torfur hér og hvar á sandinum. Elzti gárinn
austan frá læknum örfoka og farinn að gróa upp. Vestast var löng
og breið valllendisspilda noröur af Seli og naði töluvert austur t'yrir
ærhúsin í Áshól, þ. e. vesturhluti Borgarholts var með öllu óskertur.
Á þecsari spildu vestast voru gömul ærhús frá Seli. Um og upp
úr 1880 blés upp ákaflega. I þeirri hrinu sópaðist burtu norður- og