Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 110
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fiskasteinn á Jólgeirsstööum, sbr. neðanmálsgrein á bls. 111.
vesturhluti Bæjarholtsins, og sandurinn brauzt langt vestur eftir
Borgarholti. í þeim svifum fylltist túnið á Bólinu í Seli af sandi,
og var ekki slegið um nokkurt árabil. En það jafnaði sig að mestu
aftur og hefir verið nothæft síðan. Þó voru eftir rof og nokkrar
stærri torfur hér og hvar um sandinn, sem blésu burtu eftir alda-
mótin. Og allt fram undir 1930 var sandurinn að stækka. Nokkuru
eftir aldamótin tók sandurinn að lengjast suður af Jólgeirsstaða-
hólnum. Fyrst þegar Guðmundur mundi eftir, mótaði vel fyrir bygg-
ingum, mannvirkjum og nokkuru af kirkjugarðinum. Ekki man
hann, hve tóftirnar voru margar. 1 kirkjugarðinum fundust iðulega
mannabein, og voru þau jafnan látin í gröf, þegar jarðað var að
Kálfholti eða í Ási. Kristín Ólafsdóttir frá Sumarliðabæ, sem er að
vísu nokkurum árum yngri en Guðmundur, lýsir viðhorfinu á Jól-
geirsstöðum, þá er hún var að alast upp, á svipaðan hátt.
Mennirnir hjálpuðu og mjög til að svona fór. Allt grjót, sem
er í byggingunum í Áshól og Seli, er tekið frá Jólgeirsstöðum, og
mikið var flutt að Ásmundarstöðum, meðan Guðmundur vissi til.
Stærðar hellur voru fluttar frá Jólgeirsstöðum á alla þessa bæi;
voru þær notaðar í stéttir, byrzlur, bása og í þök á útikofum. Og að
lokum var allt grjótið úr gömlu ærhúsatóftunum frá Seli rifið upp