Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 111

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 111
JÓLGEIRSSTAÐIR 111 og látið í stöplana undir Steinslækjarbrúnni.45 Það sem á vantaði var sótt til Jólgeirsstaða. Vigfús bóndi í Seli segir eins frá um þetta efni og bætir því við um grjótnámið, að þegar staurarnir undir rafmagnslínuna voru settir upp, austur frá Steinslæk, hafi verið byrjað að sækja grjót í Jólgeirsstaðahól, til þess að púkka með staurunum. En það var hindrað. Er nú búið að leggja bann við grjótnáminu, og má enginn flytja steinvölu þaðan. Enda mun ekki vera eftir miklu að slægjast. Einn steinn var þó eftir 1954 efst á hrúkunni, sem eftir er af Jólgeirsstöðum, ekki allmikill en þykkur, næstum jafnhliða ferhyrningur. Er eins og klöppuð hafi verið laut í hann miðjan eða hvolft upp úr honum við núning.40 Við allt þetta umrót og grjótnám, eyðilögðust tóftirnar og mót- staðan minnkaði í Jólgeirsstaðahólnum. f Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1898 er ritgerð eftir Brynj- úlf Jónsson frá Minna-Núpi; heitir hún Skrá yfir eyðibýli í Land- sveit, Rangárvallasveit og Holtasveit í Rangárvallasýslu (bls. 1— 28). Um Jólgeirsstaði segir svo:------„Jólgeirsstaðir, þar sem Jól- geir landnámsmaður byggði, hafa lagzt í eyði af sandfoki, sem hefur tekið sig upp við Steinslæk, framundan Efri-Hömrum eða litlu vestar (á að vera austar). Hefir þar blásið upp allstór landspilda fram með vesturbrún hæðar þeirrar, sem Ás og fleiri bæir standa á. Er rúst Jólgeirsstaða næstum fremst á sandinum, skammt austur frá bænum Seli og spölkorri austur (á að vera norður) frá Ásmund- arstöðum, sem standa í hæðarbrúninni. Jólgeirsstaðir hafa staðið aðeins laust frá hæðinni. Hin uppblásna spilda heitir Jólgeirs- 4 5 Guðjón Jónsson I Ási hefur sagt mér frá gríðarstórri varinhellu, sem mölvuð var í þessu skyni. Ritstj. 4« Ég kom að Jólgeirsstöðum 18. júlí 1945 ásamt Jóni Steffensen prófessor. Sáum við þá stein þennan, sem greinilega var fiskasteinn, og var öskuhaugur undir honum. Steinninn var 50 sm í þvermál á annan veg, en 65 sm á hinn, 15—20 sm á þykkt, mikið notaður, með slitskálum bæði ofan á og neðan á. Út frá honum risu þrjár hellur á rönd. Við grófum frá steininum, og ég tók af honum mynd þá, sem hér birtist. Nú er þessi steinn sagður horfinn. Ef einhver hefur tekið hann með sér sem minjagrip, ætti hann að skila Þjóðminjasafninu honum, því að steinninn var mjög snotur að sjá og gott dæmi um fiskastein. í Þjóðminjasafninu eru eftirtaldir hlutir frá Jólgeirsstöðum: Þjms. 5428. Brot úr kvarnarsteini úr útlendu efni. Þjms. 13400—13409. Nokkur brýnisbrot, partur af bökunarhellu, járnstykki, látúnsbrot, jaspismolar. Þjms. 13989 a—b Brýni og snældusnúður úr steini. — Allt hlutir, sem eðlilegt er að finna á gömlu bæjarstæði. I byggðasafninu í Skógum undir Eyjafjöllum eru nokkrir smáhlutir, sem hirtir hafa verið á bæjarstæði Jólgeirsstaða. Meðal þeirra eru tveir snældu- snúðar, annar úr klébergi, en hinn úr innlendum steini. Helgi Hannesson af- henti byggðasafninu 1962. -— Ritstj.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.