Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 114
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hellubrotadreif, að ekki hefur verið ofmælt hér að framan, að ein-
hvern tíma í fyrndinni hafi verið rausnarlegt umhorfs á Jólgeirs-
stöðum. Það væri gaman að vita hver sá var, sem lagði landnáms-
manninum í munn hin spámannlegu orð um sandfokið. Það er óhagg-
anleg staðreynd, að langt er síðan uppblásturinn hófst og að bæjar-
stæðið, þar sem Jólgeir reisti bæ sinn af grunni endur fyrir löngu
og næsta umhverfi, er fokið út í veður og vind, svo ekki sést urmull
eftir. En þrátt fyrir það er augljóst af framanrituðu, að meiri
líkur eru fyrir því, að uppblástur hafi ekki verið orsök þess, að
Jólgeirsstaðir fóru í eyði, heldur ef svo mætti segja, önnur og mann-
legri viðhorf: Forsjáll stórjarðeigandi kom í framkvæmd haldgóðri
framtíðarskipan á hlutfalls-hundraðastærð hjáleigna sinna, og við
það þurrkaði hann burt kirkjujörðina sjálfa.
Ef ekkert óhapp kemur fyrir, eru beztu horfur á, að Selsandur
grói upp að fullu, innan skamms og verði nytjaland á ný. Þó mundi,
að minnsta kosti þeim hinum fyrri mönnum, þykja þröng fyrir dyr-
um, ef reisa skyldi nýja Jólgeirsstaði, þar sem hinir gömlu stóðu,
og ætla þeim stað sæmilegt landrými.