Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 116
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
J 'fort
Seyðir í Bakkárholti, grunnmynd og langsniö.
komið niður á mikil öskulög, sem virtust vera gamall öskuhaugur.
í honum voru hér og hvar hellur lagðar, líkt og verið hefði bæjar-
stétt, enda var askan mjög þétt og troðin. Bærinn virtist hafa færzt
fram á þennan öskuhaug við endurbyggingar. Þykkt öskulagsins frá
eldhúsgólfi gamla bæjarins, sem byggður var 1909, og niður úr var
um 2 m. 1 því var móaska, viðarkolaaska og margs konar úrgangur.
1 1 m dýpt (miðað við gamla eldhúsgólfið) var geysimikið af úrgangi
úr þorskhausum, einkum tálknum, og innan um skeljabrot, kráku-
skeljar, kúskeljar og kuðungar. í öskulaginu voru enn fremur bein
úr sel, nautgripum, kindum, álftum og hrosstennur. Beinin urðu því
meyrari sem neðar dró.
Af forngripum fannst þetta: Bollasteinn úr móbergi (1,25 m
djúpt), brýni, brot úr eirkatli, sakka af neti, skæri, hrosshárssnældu-
snúður o. fl. smávegis, ekkert sérlega eftirtektarvert (Þjms. 18410—
13425).
Hinn 14. okt. 1946 var ég svo aftur kvaddur að Bakkárholti. Þá
um haustið höfðu menn verið að grafa fyrir haughúsi og safnþró
við fjós það og hlöðu, sem byggð höfðu verið árið áður. Var þá enn
komið ofan á fornleifar, að þessu sinni tvö eldstæ'ði í 2,10 m dýpt.
Allt ofan að þeim voru eintómar mannvistarleifar, aska, gólflög og
veggjabútar. En neðan við eldstæðin voru engin mannvistarlög, held-