Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 126
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
I
af guðspjallamönnunum fjórum með einkennisverum sínum, Þjms.
7575 a—d. Spjöld þessi eru lítið eitt mjórri að neðan en að ofan,
enda leikur varla vafi á því, að þau eru úr hliðum prédikunarstóls,
sem verið hefur niðurmjókkandi. En verkið og litirnar á þessum út-
skurði sýna, að hann er verk sama manns og krossinn og myndir
Jóhannesar og Maríu. Áreiðanlega er þetta íslenzkt verk, þótt höf-
undur sé ókunnur.
Kristsmyndin í Garpsdal var til athugunar og viðgerðar í Þjóð-
minjasafninu veturinn 1960—1961. Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi setti hana á nýjan eikarkross og endurnýjaði þyrnana í kór-
ónunni. Svo búinn var róðukross þessi sendur aftur heim í kirkju
sína vorið 1961.
5. Skemmtilegt tóbakshorn.
Hinn 14. apríl 1965 var hringt til mín úr Kjallaranum við Hafnar-
stræti í Reykjavík og ég beðinn að koma og líta á nokkra gamla hluti,
sem voru þar til sölu. Einn þeirra var horn, sem fljótt á litið mundi
vera talið púðurhorn, en sú saga fylgdi því, að þáð væri tóbakshorn,
og mun það að líkindum rétt, því að hornið hefur í upphafi verið
eign konu, en naumast er ætlandi, að konunafn hafi verið sett á
púðurhorn.
Horn þetta er lítið kýrhorn og heldur alveg náttúrlegu lagi sínu,
gult að lit, en dregur í sorta á stiklinum. Á honum er tinstútur með
skálmynduðum kraga um opið, gengur síðan alllangt upp á stikilinn
eins og hetta eða björg og skorin á fjögur sexstrend göt til skrauts,
og sér þar í svart hornið. Botninn er negldur méð þremur látúnsnögl-
um, en neðan á hann er fest þunn látúnsplata til skrauts með fjórum
sammiðja hringum. Hornið er 15,5 sm eftir kúpunni en 13 sm langt
í bugnum. Botninn er 3,8 sm í þvermál.
Frá stút og niður að botni er hornið allt grafið myndum, sem
dregnar eru með grönnum ristum strikum. Fyrirkomulagið er þannig,
að öllum fletinum er skipt með mjóu sléttu bandi, sem vindur sig
frá stútbj örginni skáhallt niður og umhverfis, unz það endar niður
við botn. Á milli undninganna kemur þá fram breiðara belti, sem
vindur sig á sama hátt, og í því eru myndirnar, sem eru 9 dýramynd-
ir, hver á eftir annarri. Fremst á þessu belti og efst á horninu stendur
með skrifletri: Gudrun JonsD A, þ. e. Guðrún Jónsdóttir á, en síðan