Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 129
TÍU SMÁGREINAR
129
Við sáum þegar í stað, að allmikið letur var á steininum, latínu-
leturs upphafsstafir, en þeir voru svo máðir sumir hverjir, að ekki
tókst okkur að lesa alla áletrunina í fyrstu atrennu. Fór ég tvisvar
á staðinn seinna um sumarið, seinast hinn 27. september, í sterku
síðdegissólskini, og komu þá stafirnir eins vel í ljós og framast má
verða. Eftir allar þessar athuganir tel ég fullvíst, að áletrunin sé
rétt lesin svo:
1807
HEIGDANN
SKIONA HIER EG TEL
HESTEN BEST AD
LIDE ÞESSE J0RSA
ÞIENTE VEL ÞEGAR HAN
BIO A HLIDE
Öll N eru öfug í áletruninni eins og altítt er. I mannsnafninu eru
stafirnir 0R lítt sjáanlegir, og gat því eins komið til mála að lesa
úr nafninu JÓNSA. Þó fannst bæði mér og Halldóri J. Jónssyni, sem
með mér var á staðnum í september, að J0RSA væri vitund líklegra.
Síðan hefur Gísli Sigurðsson talað við Guðrúnu Eiríksdóttur í Hafn-
arfirði, sem nú er um sjötugt og alin var upp á Hli'ði; hún kann-
ast við vísuna og segir mannsnafnið eiga að vera Jörsa. Vísan
er þá rétt á þessa leið:
Heygðan Skjóna hér ég tel,
hestinn bezt að liði;
þessi Jörsa þénti vel,
þegar hann bjó á Hliði.
Ofan við vísuna er svo ártalið 1807. Jörsa telur Gísli Sigurðsson
munu vera Jörund Ólafsson, ættaðan frá Fossum í Andakíl; hann
kom um aldamótin 1800 að Hliði og bjó þar lengi, dó 1843. Virðist
ekki nema sanngjarnt, að staðurinn þar sem Jörundur heygði gæð-
ing sinn svo virðulega árið 1807, heiti hér eftir Slcjónaleiði.
Leiðið ásamt steininum var friðlýst 1964.
9