Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 133
TlU SMÁGREINAR
133
Þorsteinn Hallgrímsson hérna
hreiður blunds fékk þá deyði,
Kristí klárorður prestur,
kunnur vizku gullmunnur;
lifandi gæddur gáfum
og glansa kirkjustandsins
kenndi af krafti og anda,
kransinn dýrðar nú hans er.
Sálaður og jarðaður í Maio 1791
Maður, mundu til dauða
mið hans þú ert viðriðinn,
þar prestur dó hinn dýrsti,
dregur fjör af þér þegar,
rósin þá væn er visin,
vís er reyr enda lýsing,
láttu því leiðið þetta
læra þig heim frábærast.
Orðalag síðari vísunnar er að sumu leyti grunsamlegt; vafasamt
að alls kostar rétt hafi verið upptekið.
Árbók hefur áður (1961) birt grafletur Jónasar bónda Tómas-
sonar í Hvassafelli, móðurafa Jónasar Hallgrímssonar. Hefur þá
Árbók gert öfum hans báðum nokkur skil, og hallast ekki á, enda
sagðist Jónas sjálfur eiga að vera barnið beggja. (Heimild um
leiðisfjölina er í Prestatali séra Jóns Konráðssonar, Lbs. 294 fol).
9. ,,Skarparéttarexi?“
„Á þeim vetri myrtu þrír menn í Eyjafirði: Bjarni Árnason,
bróðursonur Einars í Gröf, er nautið varð að bana, og Jón og Helgi
Sigurðarsynir, dreng einn, bróður þeirra Jóns og Helga; þeir með-
gengu og voru dæmdir og höggnir síðan eftir dómi, og dysjaðir
við Klofasteina neðan hagann, yzt í Möðrufellshrauni".
Þannig segir Jón Espólín frá morði Jóns Sigurðssonar eldra frá
Kálfagerði snemma árs árið 1751, og þarf ekki við þá lýsingu að
bæta hér. Atburðurinn er hér rifjaður upp vegna þess eins, að í