Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Qupperneq 135
TlU SMÁGREINAR
185
öxi, sem Kálfagerðisbræöur hafa ef til vill verið höggnir með.
sem eg get fært rök fyrir. Öxi þessi, sem hér er og sú sama sem
Pálmi man eftir, er timburmannaexi og ekki gömul, blaðið undið
við skaftið til þess að þægilegra væri að ryðja utan af stórtrjám
með henni. Fyrir fáum árum lét eg taka vindinginn af henni, vegna
þess það þurfti að eldbera hana; mér þótti nefnilega augað of lítið,
svo öll sköft brotnuðu á henni, og svo þurfti að laga eggina, stálið
ekki gott í henni. Exi þessi er nú fyrir egg 8V2 þuml., en fetinn 7
þuml. Hefir verið ný líklega c. eða tæpl. 9. þuml. fyrir egg, en
7y% þuml. fetinn. En hún er nokkru þykkri og þyngri en exin,
sem eg sendi suður.
En eg held nú samt sem áður, að eg sé búinn að hafa upp á
hinni réttu böðulexi. Maður er nefndur Sveinn Jónsson smiður, sem
hefir verið hér víða í firðinum, en er nú búsettur á Akureyri og er
um sjötugt. Pálmi Pálsson man líklega eftir honum, hann var lengi
á Möðruvöllum. Það var einhverju sinni, áð hann var að smíða hér,
að hann gat þess, að hann ætti öxina, sem Kálfagerðisbræður voru
höggnir með. Nú fyrir stuttu fór eg að kynna mér þetta mál og
spurði hann, hvað hann hefði fyrir sér. Hann sagðist hafa fyrir
40—50 árum síðan verið við smíðar á Akureyri, og þá hefði karl
þar, Páll Pálsson (Fjöru-Páll), viljað selja sér þessa exi 0g sagt
sér, hvernig á henni stóð; hún hefði legið við Grundarkirkju, þangað
til farið var að höggva og salta kjöt til útflutnings, þá hefði hún