Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Page 139
SKYRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1965
Starfsliö.
Fastir starfsmenn safnsins voru sem hér segir:
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður,
Gísli Gestsson safnvörður,
Halldór J. Jónsson safnvörður,
Þór Magnússon safnvörður,
Þorkell Grímsson safnvörður,
Karla Kristj ánsdóttir aðstoðarmaður.
Þess ber þó að geta, að Karla Kristjánsdóttir sagði lausu starfi
sínu og hvarf til annarra starfa hinn 15. sept., en í hennar stað var
ráðin Ingibjörg Haraldsdóttir.
Þór Magnússon var skipaður safnvörður frá 1. jan. 1965 að telja,
og hafði hann þá verið settur eitt ár.
Að öðru leyti er allt hið sama að segja um starfslið og í fyrra.
Elsa E. Guðjónsson M. A., Lúðvík Kristjánsson rithöfundur, Guð-
mundur Þorsteinsson frá Lundi, Ari Gíslason, Þórður Tómasson
og Hallfreður örn Eiríksson cand. mag. unnu öll áfram að sömu
verkefnum og áður, og mun nokkuð drepið nánar á sumt af því síðar
í þessari skýrslu.
Almenn safnstörf.
Verkaskipting milli safnmannanna var mjög með svipuðum hætti
og á undanförnum árum, og gerist þess ekki þörf að rekja slíkt
nema í mjög stórum dráttum. Gísli Gestsson hafði á hendi sýningar-
stjórn, auk þess sem hann tók allar ljósmyndir og annaðist fyrir-
greiðslu á því sviði. Halldór J. Jónsson sá um allt viðkomandi
daglegum þörfum hússins og lóðarinnar, en auk þess er hann bóka-
vörður safnsins og skrásetur jafnharðan allar bækur, sem safninu