Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Síða 142
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fyrir atbeina menntamálaráðuneytisins komu hingað um sumarið
tveir sérfræðingar frá Englandi, David Baynes-Cope, efnafræðingur
frá The British Museum, og Roger Powell bókbindari, og gerði eink-
um sá fyrrnefndi ýmsar athuganir um varðveizlu og viðhald safn-
gripanna. Gaf hann margar góðar ábendingar, og undir árslok kom
svo skýrsla frá þeim félögum, þar sem vikið er að mörgu, sem þeim
vírtist ábótavant hér í Þjóðminjasafninu, og settar fram hófsam-
legar tillögur til úrbóta. Enginn vafi er á, að miklu góðu mætti til
leiðar koma með því að fara eftir ýmsu af því, sem til er lagt í skýrsl-
unni.
Syningar og a&sólcn.
Engin breyting varð á almennum sýningartímum frá árinu áður,
opið á hverjum degi í júní, júlí og ágúst, en aðra mánuði aðeins fjóra
daga í viku, 2*4 tíma á dag (kl. 1.30—4.00 e. h.). Safngestir á þessum
almenna sýningartíma voru 38.012 á móti 30.447 í fyrra. En við þetta
bætast svo gagnfræðaskólanemendur alls 2210, og auk þess ber að
geta þess, að safnið hefur allt árið leyft inngöngu hópum útlendinga,
sem ferðaskrifstofan Lönd og leiðir fer með í kynnisferðir um bæ-
inn. Er þar einkum um að ræða fólk, sem staldrar hér við stuttan
tíma á vegum Loftleiða. Þeir sem á þennan hátt hafa komið í safnið
utan sýningartíma kynnu að vera allt að 1500. Heildartala safngesta
á árinu yrði þá 41.722, og eru þó ótaldir þeir, sem á sérsýningar komu.
Haldnar voru 17 sérsýningar í Bogasalnum eða eins og hér segir:
Myndasýning, gjöf Mark Watsons, vatnslitamyndir eftir Colling-
wood og fleiri, 16.—26. jan.
Eyborg GuðmuncLsdóttir, málverkasýning, 30. jan.—7. febr.
Vigdís Kristjánsdóttir, sýning á vefnaðarlist og vatnslitastúdíum, 13.
—21. febr.
Helgi Guðmundsson, málverkasýning, 27. febr.—7. marz.
Benedikt Gunnarsson, málverkasýning, 13.—21. marz.
Jón Gunnarsson, málverkasýning, 26. marz til 4. apríl.
Heimilisiðnaðarfélag íslands, sýning á heimilisiðnaði 10.—21. apríl.
Sýningin var undirbúningur undir 12. þing norrænna heimilisiðn-
aðarfélaga í Stavanger, 28.—30. júní.
Eggert E. Laxdal, málverkasýning, 1.—14. maí.
Magnús Tómasson, málverkasýning, 15.—23. maí.
Norskar bergristur, listaverk frá steinöld og bronsöld, sýning lánuð
af menntamáladeild norska utanríkisráðuneytisins, 2.—20. júní.